Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
dubals, konu hans og friðils hennar,
í Povétron velta nokkrir menn fyrir
sér, hvernig lífi meðvitundarlauss,
deyjandi manns hafi verið háttað og
í þriðju sögunni og síðustu, Hvers-
dagsleg ævi, lætur Capek gamlan járn-
brautarstarfsmann segja ævisögu
sína. Gamli maðurinn kemst að því,
að líf hans hefur ekki verið jafn ein-
falt og hann hélt, heldur hefur hann í
raun réttri lifað lífi nokkurra manna,
en líf hans sjálfs skapazt við það, þeg-
ar allir þessir þættir hafa komið sam-
an.
Lesendur tóku trílógíunni vel, enda
bregzt Capek ekki frásagnargáfan þar
fremur en endranær. En Capek var
samt ekki ánægður, því að fljótlega
kom í ljós, að menn misskildu bæk-
urnar, enda langauðveldast. Sumir
gagnrýnendur sögðu jafnvel, að Ca-
pek áliti, að heimurinn væri ekki
þekkjanlegur, því að í trílógíunni hafi
hann haldið því fram, að ekki væri
unnt að komast að sannleikanum í
lífi manna. Greip Capek til þess ráðs
sem oftar að skrifa eftirmála við sitt
eigið verk, þar sem hann segir m. a.:
„Þegar öllu er á botninn hvolft er
þetta (margbreytni mannlegs lífs) í
fyllstu röð og reglu; einmitt þess
vegna getum við kynnzt margbreyti-
leikanum og skilið hann, að á okkur
eru margar hliðar. Héðan af er ekkx
aðeins ég heldur við fólkið, við get-
um talazt við á öllum þeim tungum,
sem við höfum. Núna getum við bor-
ið virðingu fyrir manni, vegna þess
að hann er annars konar en við, og
skilið hann, af því að við erum allir
jafnir.“
Þetta var í síðasta sinn, sem Capek
reyndi að bera sáttarorð milli allra
manna. Þegar Capek hafði lokið þessu
mikla, flókna og margræða verki
hafði andrúmsloftið í heiminum
versnað enn að mun. Á því átti sök
valdataka nazista í Þýzkalandi. Og í
fyllingu tímans sagði Capek þeirri
stefnu stríð á hendur. Yfirlýsingin
var skáldsaga í þykkra lagi, sem hét
Salamöndrustríðið.
Salamöndrustríðið1 fæddist ekki
áreynslulaust. Sagðist Capek svo frá
síðar, er bókin kom út, að upphaflega
hafi hann ætlað að skrifa bók, þar
sem læknir, góðmenni mikið, hafi átt
að vera aðalsöguhetjan. En svo hafi
hann efazt svo mjög um hæfni þessa
góðmennis til að lækna þær sóttir,
sem heimurinn þjáðist þá mest af, að
hann hafi hætt við allt saman.
Eins og í flestum fyrri verkum sín-
um talar Capek í líkingum í Sala-
möndrustríðinu. Capek var vel kunn-
ugt um, hve tómlátir lesendur voru
orðnir, þegar um andfasískar bók-
menntir var að ræða. Honum var
ljóst, að notkun líkingamáls gaf hon-
um frjálsari hendur til að skapa þá
listrænu blekkingu, sem hann þarfn-
aðist til að vekja menn til umhugsun-
1 Mál og menning gaf þessa bók út 1946,
í íslenzkri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum.
402