Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR in væri mjög lík. Síðar teiknaði hann mig oft, og átti ég möppu með teikning- um hans. (Sumarið 1917 sneri ég aftur til Rússlands ásamt hópi pólitískra út- laga. I Englandi var okkur tilkynnt, að ekki væri leyfilegt að flytja út úr land- inu handrit, teikningar, myndir, jafnvel ekki bækur. Ég valdi úr það sem ég átti dýrmætast: kyrrlífsmynd Picassos, „Eddu“ Baratinskís með áritun hans, teikningar Modiglianis, og skildi töskuna eftir til geymslu í sendiráði Bráða- birgðastjórnarinnar. Stjórnin reyndist vissulega til bráðabirgða skipuð, og taskan glataðist fyrir fullt og allt). Herbergi Onnu Akhmatovu í gömlu húsi í Leníngrad er lítið, óbrotið og nakið, en á einum veggnum hangir mynd af Akhmatovu ungri — teikning eft- ir Modigliani. Anna Andréevna hefur sagt mér, að í París hafi hún kynnzt ungum og einstaklega hógværum ítölskum pilti, sem bað um leyfi að teikna hana. Þetta var árið 1911. Akhmatova var enn ekki Akhmatova, og Modigliani var enn ekki Modigliani. En í teikningunni (þótt hún sé með öðru handbragði en síðari teikningar Modiglianis) sézt þegar nákvæmni í línum, léttleiki þeirra, skáldlegur sannfæringarkraftur. Hetja kvikmyndar og skáldsagna — það er Modigliani á augnablikum ör- væntingar, vitfirringar. En Modigliani sat ekki aðeins á Rotondu og drakk, teiknaði ekki aðeins á pappír, sem einhver hafði hellt kaffi yfir. Harrn stóð daga, mánuði, ár frammi fyrir trönunum, málaði naktar konur og andlits- myndir. Mig furðaði alltaf á því, hve vel hann var lesinn. Ég hef víst aldrei hitt málara, sem hafði svo miklar mætur á ljóðum sem hann. Hann fór með utan að Dante og Villon og Leopardi og Baudelaire og Rimbaud. Myndir hans eru ekki tilviljunarfyrirbæri — þær eru meðvitaður heimur listamanns, sem á óvenju- legan hátt sameinar bernsku og vizku. Þegar ég segi bernska, á ég auðvitað ekki við infantilisma, við eðlilegan vanmátt eða tilbúinn prímitífisma; með bernsku á ég við ferska skynjun, hæfileika til að vera blátt áfram, innri hrein- leika. Allar myndir hans líkjast fyrirmyndunum — ég dæmi eftir þeim sem ég þekkti: Zborowski, Picasso, Diego Rivera, Max Jacob, enska skáldkonan Beat- rice Hastings, Soutine, skáldið Frans Hellens, Dilewsky — og konu Modi, Jeanne. Hann féll aldrei fyrir aukaatriðum eða fyrir hinu ytra borði; myndir hans sýna eðli mannsins. Diego Rivera er stór og þungur, næstum því villtur. Soutine er með sorgarsvip þess, sem ekki skilur heiminn og lætur sig dreyma um sjálfsmorð. En það sætir furðu, að hinir ýmsu fyrirsátar Modiglianis líkj- ast hver öðrum: það er ekki ákveðið handbragð, ekki ytri stílbrögð sem sam- eina þá, heldur heimsskynjun listamannsins. Zborowsky með andlit góðlegs, 380
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.