Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
meir úr leik, aðrir fölnuðu, hurfu í skuggann við nýjar kringumstæður, enn
aðrir — Modigliani, Apollinaire — dóu ungir, loks voru þeir sem báru eld-
móð þeirra ára með sér alla ævi, ævisaga þeirra gekk í takt við aldarsöguna.
Það erfiðasta sem rithöfundur gerir, er að finna bókarheiti, venjulega eru
bókum gefin nöfn annaðhvort of almenns eðlis eða þau eru ofhlaðin tilgangs-
semi. En ég er sýnu ánægðari með heiti bókarinnar „Kvæði um kvöldin áður“
en sjálft innihaldið. Árin, sem ég nú lýsi, voru í raun og veru kvöldin fyrir
stórviðburðinn. Margir tala um þau sem eftirmála. Á björtum nóttum kann
að vera erfitt að greina uppruna þess ljóss, sem vekur geðhrif, óróa, leyfir
mönnum ekki að sofa og hjálpar elskendum — hvort er það kvöldroði eða
morgunroði? í náttúrunni vara ljósaskiptin ekki lengi, — hálftíma, klukku-
stund. En sagan flýtir sér ekki. Ég óx upp í skini tvennskonar ljóss og lifði í
því alla ævi — fram á elliár .. .
20.
Sjaldan talaði ég svo við Modigliani, að ég bæði hann ekki að lesa mér
nokkrar þríhendur úr Divina Commedia. Dante var hans eftirlætisskáld. í
„Kvæðum um kvöldin áður“ er ljóð, dagsett apríl 1915: „Þú sazt á lágum
stiga, Modigliani, og hrópaðir eins og stormfuglinn ... Gult ljós hengilamp-
ans, blámi heitra hára. Og allt í einu heyri ég: með þungum niði fossuðu myrk
orð Dante þrumuskálds . . .“ Dante er ekki aðeins þrumuskáld. Ég man nokkr-
ar línur úr „Hreinsunareldinum" — skáldið og förunautur hans hafa gengið
á fjall upp, setzt niður og horfa með rósemd yfir farinn veg. Mig langar að
sitja stundarkorn með lifandi Modigliani (Modi eins og vinir hans kölluðu
hann). Hann var gerður að hetju ómerkilegrar kvikmyndar, um hann voru
skrifaðar nokkrar skemmtisögur. Gat kvikmyndastjórinn setið í ró og spekt á
steinþrepi og hugsað um bugður á vegi annars manns?
Svo skapaðist þjóðsagan um hungraðan vandræðamann, sífullan listamann,
síðasta fulltrúa bóhemíunnar, sem á örfáum stundum milli tveggja fylliría
málaði sérkennilegar andlitsmyndir, dó í örbirgð en hlaut frægð dauður.
Hér er allt satt og allt lygi. Það er satt, að Modigliani svalt og drakk, gleypti
hasjísj, en þetta verður ekki skýrt með ást á spillingu eða „gervihimnaríki“.
Hann langaði hreint ekki til að svelta, hann át alltaf með góðri lyst, og hann
leitaði ekki að píslarvætti. Má vera að hann hafi öðrum fremur verið skapað-
ur fyrir hamingjuna. Hann var ástvinur hinnar ljúfu ítölsku tungu, mjúks
landslags Toscanahéraðs, listar hinna gömlu meistara þess. Hann byrjaði
378