Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 59
BJARNI ÞORSTEINSSON OG ÍSLENZKT ÞJÓÐLAG fínt mál, stundum jafnvel sunnudaga- mál þykjast-vera-fínna almúgamanna. AS sama skapi var þjóðlagið ekki fínt. Það var gróft eins og grátt vað- málið, borið saman við danskt pluss, rautt og grænt. En vaðmálið var bara grátt, grátt eins og hversdagsleikinn. Og hversdagsleikinn átti ekkert erindi inn í sönghof lærðrar yfirstéttar. Hinsvegar tók öll alþýða manna Bjarna fegins hendi. Og án hennar væri safn hans ekki til. Án hennar hefði Jón Leifs ekki getað sett fram hugmynd sína um þjóðlegan skóla, án hennar gæti íslenzk tónlist ekki litið fram til blómlegra tíma. Á móti lærðu neii setti Bjarni Þorsteinsson alþýð- legt já. Og jáið sigraði. Framsýni sigraði afturhald og menntahroka. Miðað við allar aðstæður er staða Bjarna Þorsteinssonar í íslenzkum tónmenntum með afbrigðum glæsi- leg. Hann er vis centripeta, miðmögn- unarafl á lítt ræktuðum akri íslenzkra söngva. Auk Jóns Leifs hefir hann varðað veginn fyrir Sigfús Einarsson, Karl Ottó Runólfsson, Árna Björns- son, Hallgrím Helgason, Sigursvein Kristinsson, Jónas Tómasson, Svein- björn Sveinbjörnsson, Emil Thorodd- sen, Sigurð Þórðarson, Jórunni Við- ar, Pál ísólfsson, Þórarin Jónsson, Áskel Snorrason, Helga Pálsson, Jón Nordal o. fl. íslenzkt þjóðlíf skortir samtengj- andi kraft, heildarásýnd. Því aðeins getur átak þjóðarinnar verið sterkt, að sameiginlegur máttur sé lyftistöng og aflvaki. Þessi máttur býr í þjóð- laginu og öllum hræringum, sem runnar eru af upprunans rót. Það segir frá innihaldi og er sjálft inni- liald, sj álfskapaður veruleiki, eigin- legt sjálfræði. Það býr yfir töfrum. Og þessir töfrar eru ekki frá öðrum heimi. Það eru töfrar raunveruleik- ans. Og þeir, sem verða aðnjótandi þeirra töfra, þeir vita, til hvers þeir lifa. Heimurinn í dag er eins og gríðar- stórt vöruhús, þar sem allt fæst keypt, allt nema svar við því, til hvers mað- urinn lifi, hvert ferðinni sé heitið. Þetta endurspeglast í bókmenntaaf- rekum nútímahöfunda. Þar er ríkj- andi ótti, myrkur, mannvonzka, hatur og tilgangsleysi. Maðurinn verður að dýri eins og í Nashyrningum Iones- cos. Listin streitist gegn lygi. Þess- vegna trúum við henni. Líka Ionesco. En ef listin getur ekki vísað leiðina fram, ef hún aðeins horfir með heift til baka eða óttaslegin fram á við, ja —, þá er hún ofurseld endanlegri hrörnun og illum endalokum. Það virðist djarft að ætla þjóðlag- inu það hlutverk að spyrna fæti við þessari tortímingarþróun. Og þó ekki jafn fráleitt eins og virðast mætti í fljólu bragði. Því að þjóðlagið er ímynd mannsins sjálfs. Þjóðlagið er ímynd listarinnar. Og listin lifir svo lengi sem maðurinn lifir. Tónlist án þjóðlags er dautt form. Þessvegna 393

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.