Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sannarlega virðist engum af oddvitum
auðstéttarinnar vera uppgjöf íslenzkra
réttinda þvert um geð.
V.
En hver eru þá rök þess, að íslenzk
auðstétt er sneydd allri þjóðernis-
kennd og íslenzk borgarastétt koðnar
niður í fyrstu átökum við að verja
frelsi ættjarðarinnar? Lítum nú nán-
ar á þessi mál.
Sigfús Daðason bendir á það í
grein sinni, að íslenzka borgarastéttin
var ung stétt í ríki, sem var nýbúið að
ná fullveldi sínu úr greipum erlends
valds. Þessi staðreynd virðist gera
honum það enn óskilj anlegra, hve óð-
fús hún er að ganga á mála hjá er-
lendu riki. En hér í gæti þó hundur-
inn legið grafinn.
Vissulega er okkar auðstétt og okk-
ar borgarastétt ung stétt. Og hún er
svo ung stétt, að þegar hún er vart
komin á legg, þá eru auðstéttaröfl um-
heimsins tekin að fikra sig í áttina að
grafarbakkanum og leiða ellihrum-
leika sinn inn í æðar íslenzku auðstétt-
arinnar. Hún lifir aldrei hugsjóna-
æsku ungrar auðstéttar. Glæsileg lög-
mál frjálsrar framþróunar til hækk-
andi menningar voru úr sögunni,
þegar íslenzka auðstéttin var að slíta
barnsskónum. Siðferðislegur tilveru-
grundvöllur auðstéttanna var að
molna, um það bil sem íslenzka auð-
stéttin var að rísa á legg. Hún kemur
aldrei auga á neina gróðamöguleika
í því að hlúa að auðlindum landsins
og leggja grundvöll að heilbrigðum
atvinnurekstri. Alþýðan á íslandi
þarf að standa í hörkubaráttu við
auðstéttina til að færa út fiskveiði-
mörkin. Fyrstu sildarverksmiðjurnar
eru líka reistar af opinberum aðilum
í andstöðu við hana. Utgerðarauð-
magnið tók að sér njósnir um ferðir
varðbátanna, svo að takast mætti að
erja innan þriggja mílna landhelginn-
ar. íslenzka auðstéttin gerir gjaldþrot
og rányrkju að grundvelli fjáröflun-
ar sinnar í upphafi. Fulltrúi hins borg-
aralega húmanisma, Einar H. Kvar-
an, gerir móralleysi þessarar stéttar
að meginviðfangsefni í fyrstu skáld-
sögum sínum. Þá var hún að rísa á
legg rétt eftir aldamótin. Síðan koma
faktúrur í tunnum og gjaldeyrisþjófn-
aður sem daglegt brauð.
Þessi auðstétt gat aldrei af sér borg-
aralega menningu eins og auðstéttir
umheimsins. Þær hlutu grundvöll
nýrrar menningar í arfleifð frá aðals-
stéttum, sem áttu ýmsa glæsilega þætti
háþróaðrar menningar. Hér kom auð-
stéttarþróunin þvers á þá alþýðu-
menningu, sem fyrir ríkti, laskaði
grunn hennar, en fékk ekki reist heil-
steypta menningu í hennar stað. Fyr-
ir því láta borgaralegu menntamenn-
irnir undan síga og reynast ekki þess
megnugir að veita alþýðunni þá
menningarlegu vakningu og styrk,
sem henni bar nauðsyn til að eignast,
svo að hún gæti staðizt vélabrögð til-
366