Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
trúa bóhemanna“. Þetta eru fáránlegar myndir, ekki aðeins vegna þess, að
hetjurnar minna ekki á fyrirmyndirnar, heldur vegna þess, að kvikmynda-
mennirnir hafa ekki lykla að þeim hugsunum og tilfinningum, sem héldu vöku
fyrir gestum Rotondu.
Þetta kaffihús líktist hundrað kaffihúsum öðrum. Við diskinn drukku ekl-
ar, leigubílstjórar, kontóristar kaffi eða aperitífa. Fyrir innan var dimmt her-
bergi, tilreykt fyrir fullt og fast, þar stóðu tíu eða tólf borð. A kvöldin fylltist
þetta herbergi af fólki og hávaða: það var deilt um myndlist, kvæði voru lesin
upp, bollalagt var um það hvar hægt væri að slá fimm franka, rifizt, sætzt;
einhver gerðist mjög ölvaður og var snarað út fyrir. Klukkan tvö eftir mið-
nætti var Rotondu lokað í einn tíma, stundum leyfði vertinn fastagestum að
sitja þessa stund af sér í auðum dimmum salnum — þetta var brot á lögreglu-
samþykktinni. En klukkan þrjú var opnað aftur og hægt var að halda áfram
dapurlegum samræðum.
Eiganda staðarins Libion datt aldrei í hug, að nafn hans kæmist á sögu-
spjöld myndlistarinnar. Þetta var góðlyndur, feitur kráhaldari, sem hafði
keypt lítið kaffihús; af tilviljun varð Rotonda höfuðbækistöð allra þjóða sér-
vitringa eða auðnuleysingja, eins og Max Volosjín komst að orði, skálda og
listamanna, sem sumir hverjir urðu frægir síðar meir. Libion var venjulegur
smáborgari og leit því þessa undarlegu viðskiptavini sína hornauga í fyrstu,
líklega hefur hann haldið að við værum stjórnleysingjar. Svo vandist hann
okkur, þótti jafnvel vænt um okkur áður en lauk. Einhver sagði honum, að
ýmsir menn hefðu auðgazt á myndlist: keypt myndir hræódýrt af allsendis
óþekktum listamönnum og selt þær eftir tuttugu ár fyrir mikið fé. Þessháttar
tekjur freistuðu Libions ekki sérstaklega. Einhverju sinni sagði hann mér, að
hann væri lítið fyrir fj árhættuspil, en það er reyndar happdrætti að kaupa
myndir, — þykir víst gott ef einn listmálari af þúsund verður að manni. Hann
kaus heldur að græða á drykkjarföngum. Auðvitað tók hann stundum teikn-
ingu eftir Modigliani fyrir tíu franka; nóg var til af undirskálum, en strák-
anginn átti ekki grænan eyri . .. Stundum stakk Libion fimm mörkum að ein-
hverju skáldi eða listamanni og sagði byrstur: „Fáðu þér kvenmann, það er
eitthvað brjálæði í augunum á þér .. .“ A neðri vör hans hékk jafnan dauður
sígarettustubbur. Hann gekk oftast jakkalaus, en í vesti.
Einu sinni þegar ég sat á Rotondu bað listakonan Mjamlína mig að halda
á kornbarni sínu stundarkorn, hún þyrfti að skreppa út að kaupa sígarettur.
Hálftími leið, klukkutími leið og ekki bólaði á Mjamlínu. Barnið fór að skæla.
Libion kom, hlustaði á skýringar mínar og trúði auðsjáanlega ekki orði:
372