Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 33
SIÐRÆNT MAT A SIÐLAUSU ATHÆFI litslausrar auðstéttar í svikráðum við þ j óðarsj álfstæðið. VI. Enn er eitt til athugunar og skýr- ingar á siðleysi íslenzku auðstéttar- innar. Þegar auðstétt borgara úti í heimi kom undir sig fótum, þá var al- þýða manna menningarlaus og vam- arlaus gegn gegndarlausu arðráni hennar og vinnuþrælkun. Það greiddi henni veginn til auðsöfnunar. Henni tekst truflunarlítið að móta þjóðfé- lagið þannig, að lögmál auðvaldsins fái notið sín, áður en vinnustéttum hefur tekizt að sameinast til sóknar. Hér á landi er auðstéttin aftur á móti ekki fyrr risin á fætur en vinnandi stéttir taka að skipuleggja krafta sína, krefjast síns bróðurparts af aukinni framleiðslu og stefna til yfirráða í þjóðfélaginu undir fána nýrra þjóð- félagshugsjóna. íslenzka auðstéttin nær aldrei fullkomlega tökum á ríkis- valdinu. í upphafi er það bændastétt- in, sem er þjóðfélagslega of sterk til þess að svo megi vera, og brátt verður verkalýðsstéttin þó hennar hættuleg- asti keppinautur um völdin. Fangaráð auðstéttarinnar verður bandalag við stjórnmálaflokka vinnandi stétta. Hún nær tökum á foringjum þeirra með lævisi og beinum og óbeinum mútum. Þeir eru dregnir inn í braskið og eitri siðspillingarinnar lætt í gegnum þá inn í raðir vinnandi stétta. Um skeið átti hún samherja í bændastéttinni, meðan íhaldssöm stórbændasjónar- mið réðu þar ríkjum, gegn hagsmuna- baráttu verkalýðsins, en viðhorf bænda hafa nú snúizt mjög á aðra sveif í seinni tíð, þar sem þeim verð- ur æ ljósari hin beina hagsmunasam- staða, sem þeir eiga með verkalýðs- stéttinni. Nú gerir þessi auðstétt ör- væntingarfulla tilraun til að einoka ríkisvaldið með hjálp nokkurra lið- hlaupa úr röðum alþýðufylkinganna og beita því skefjalaust í baráttu gegn vinnandi fólki á íslandi. Hún er kom- in í andstöðu við alla þjóðarhags- muni, og völd hennar í þjóðfélaginu eru með öllu vonlaus án hjálpar frá auðstéttum umheimsins og bandalags við þær. Það er vitund þessara stað- reynda, sem hefur mótað viðbrögð hennar gegn kröfum erlendra auð- ríkja til yfirráða vfir landinu og gæð- um þess. I 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.