Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 16

Ægir - 01.08.2011, Page 16
14 Brimrún ehf. Hólmaslóð 4 101 Reykjavík Sími 525 0250 www.brimrun.is Furuno Norge hefur þróað nýjan höfuð- línusónar, TS-337A, í samstarfi við kanadíska fyrirtækið Imagenex . Prófanir um borð í norskum skipum hafa farið fram og árangurinn er orðinn sá er stefnt var að og hefur tækið þegar verið selt til nokkurra norskra skipa . Brimrún hefur nú sónarinn til sölu og sýnir hann á Íslensku sjávarútvegssýningunni nú í september . Íslendingurinn Gunnar Grímsson, sölustjóri hjá Furuno Norge, hefur tekið þátt í hönnunar- og þróunarferli sónarsins . Hann verður á bás Brimrúnar og mun veita allar upplýsingar um tækið ásamt öðrum starfsmönnum Brimrúnar . Byltingarkennt tæki „Með tilkomu nýja OMNI höfuð- línusónarsins frá Furuno Norge má reikna með að svipuð bylting verði við leit að fiski og þegar gömlu sónartækin, sem steppuðu með 5° millibili borð í borð, viku fyrir Omni sónurunum,“ segir Lárus Grímsson, sölumaður hjá Brimrún . „Í eldri tækjunum tók þetta sónarinn frá 2-3 mínútum og jafnvel enn lengri tíma, allt eftir því á hvaða skala verið var að leita . Það var því sannkölluð bylting þegar OMNI sónarinn kom á markaðinn og sónarinn sendi út, með einni sendingu, allan hringinn eða 360° . Þar sem það gat verið allt of tímafrekt að láta eldri tækin leita allan hringinn og hætta á að fiskur tapaðist voru menn að láta tækin leita borð í borð, oft ca . 45° fram og til beggja hliða . En leitun með þessum hætti tók samt nokkrar mínútur . Það var því stórkostleg framför þegar OMNI sónararnir komu á markaðinn . Skipstjórarnir fengu um hæl frá hverri sendingu, allan hringinn, gríðarlegt magn upplýsinga,“ segir Lárus . Það sama á við um þennan nýja höfuðlínusónar frá Furuno Norge, hann sendir út allan hringinn í einni sendingu . Í dag notast öll skip í íslenska fiskiskipa- flotanum, sem eru á flottrollsveiðum, við höfuðlínusónara sem hafa sömu upp- byggingu og gömlu sónararnir sem lýst er hér að framan . Þeir senda út ákveðinn gráðufjölda í senn í hverri sendingu og það tekur því tækið nokk- urn tíma að fara borð í borð . Það getur verið erfitt að bíða eftir upplýsingum frá tækinu þegar verið er að draga flottroll nærri botni eða í botni þar sem hólótt er og botnlagið ekki þekkt . „Þetta breytist nú með nýja Furuno sónarnum, þar sem allar upplýsingar koma með einni sendingu . Skipstjórnarmenn sjá alla opnun trollsins í einni sjónhendingu - höfuðlínuna, fótreipið, hliðarbyrði, inn- komuna inn í trollið og lögun trollsins - í hverri sendingu . Það er ómetanlegur kostur,“ segir Lárus . Gunnar Grímsson hjá Furuno Norge með hluta sónarsins . Brimrún frumsýnir nýjan höfuðlínusón- ar frá Furuno Norge
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.