Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2011, Side 28

Ægir - 01.08.2011, Side 28
26 VOOT var stofnaði í Reykjavík árið 2003, en stofnendur eru Vignir Óskars- son og Óskar Þórðarson . Nafn fyrir- tækisins er skammstöfun eigendanna en aðsetur VOOT er í Reykjanesbæ . Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi á beitu og hefur það farið jafnt og þétt stækkandi frá stofnun . Árlega flytur fyrir- tækið um tvö þúsund tonn af beitu hingað til lands en það þjónustar margar af stærri línuútgerðum landsins, jafnt sem smærri fyrirtæki . „Okkar markmið hafa alltaf verið að veita persónulega og trausta þjónustu, jafnt til stórra sem smárra fyrirtækja . Við höfum einnig þá sérhæfingu að vera eingöngu í því að flytja inn beitu en ekki veiðarfæri eða búnað líkt og aðrir gera . Fyrst og fremst flytjum við inn smokkfisk og saury sem er þær tegundir af beitu sem komið hafa best út . Við bjóðum upp á fleiri tegundir en reyndin er sú að flestir sækjast eftir þessum tveimur,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmda- stjóri VOOT . Vinælar beitutegundir Saury er fiskur sem náskyldur er geirnef sem veiðist við Íslandsstrendur af og til . Þetta er langvaxinn fiskur líkt og horn- fiskar og getur orðið 40 sm að stærð en er tíðast 25-35 sm þegar hann er veiddur . Þessi fisktegund á heimkynni í hlýjum og heittempruðum sjó og er aðallega veidd við strendur Japans á haustin . Aðalbirgjar VOOT á saury eru fyrirtækin Ocean Trading Korea og Bai Xian Wi Enterprise Co . Ltd . á Taiwan . Saury hefur hátt fituinnihald sem helst nokkuð stöðugt allt árið . Það sem gerir hann að góðum beitufiski er hversu roð hans er sterkt . Þetta gerir að verkum að hann losnar síður af króknum og veiðir því lengur en önnur hefðbundin beita . Veiði á svokölluðum argentínskum smokkfiski hefur brugðist að undan- förnu og segir Óskar að margir notendur hafi brugðist við því með því að nota saury þess í stað . „Hvort tveggja eru þetta góðar beitutegundir en saury virðist samt meira alhliða fyrir margar fisktegundir,“ segir Óskar . Fáir milliliðir - hagstætt verð „Öll okkar beita er sjófryst og kemur hingað til lands beint upp úr skipunum . Fiskurinn er í öskjum sem er handraðað í gáma og hér fer þetta beint í Ísheima hjá Samskipum . Þar er öskjunum raðað á palla til smærri aðila en einnig fara gámarnir beint til stærri viðskiptavina en okkar kaupendur eru út um allt land . Það eru því mjög fáir milliliðir á leiðinni sem aftur gerir okkur samkeppnisfæra í verðum,“ segir Óskar en auk þess að selja íslenskum aðilum beitu hefur fyrir- tækið einnig viðskipti við grænlenskar útgerðir . VOOT Beita ehf. Hafnargötu 27 230 Reykjanesbæ Sími 581 2222 www.beita.is Sérhæfðir í beitunni Eigendur VOOT, þeir Óskar Þórðarson (t .v) og Vignir Óskarsson, í heimsókn á Taiwan þaðan sem fyrirtækið kaupir beitu . Saury er önnur algengasta beitan hjá VOOT . Þessi askja fór beint úr skipi til Íslands og þar til viðskiptavina VOOT . Saury skipað upp úr frystiskipi á Taiwan og í flutning til Íslands .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.