Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 42

Ægir - 01.08.2011, Page 42
40 Landsbankinn hf . hefur sterkari tengsl við höfuðatvinnugrein landsmanna en nokkurt annað fjármálafyrirtæki og er því sannkallaður Landsbanki sjávar- útvegsins . „Við erum með um 40% markaðshlutdeild í sjávarútvegi og fjórðungur af öllu útlánasafni bankans er til sjávarútvegsins,“ segir Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegs- viðskipta hjá Landsbankanum . ,,Við erum í mjög sterkri stöðu til að þjóna þessari grein, enda er Landsbankinn stærsta fjármálafyrirtæki Íslendinga með útibú um allt land, bæði til sjávar og sveita .“ Haukur segir að innan Lands- bankans sé litið á það sem styrkleika og mikilvæga sérstöðu að Landsbankinn er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkis- ins, sem skapar honum og viðskipta- vinum hans vel þegna kjölfestu á um- brotatímum . „Við getum tekið á okkur töluverðan sjó sem stendur .“ Haukur segir það yfirlýst markmið Landsbankans að þjóna öllum greinum sjávarútvegsins vel, bæði veiðum og vinnslu og ekki síður þeim fyrirtækjum sem tengjast greininni og styðja við hana . „Hér í höfuðstöðvunum er hópur starfsfólks sem sérhæfir sig í sjávarútvegi og þjónustu við hann . Í útibúum um allt land er líka fjöldi starfs- manna sem hefur sérhæfða þekkingu á sjávarútvegi og virk tengsl við sjávarútvegsfyrirtækin . Fyrirtækja bank- inn sinnir stærstu fyrirtækjunum en öðrum félögum er þjónað í útibúunum . Öll stór og meðalstór fyrirtæki eru með eigin viðskiptastjóra sem annast öll þeirra mál hjá bankanum .“ Hreyfiafl Ný stefna var mörkuð innan Lands- bankans á árinu 2010 og þar setur hann sér það markmið að verða sam bæri- legur bestu bönkum Norðurlanda árið 2015 . Landsbankinn skilgreinir sig sem „hreyfiafl í íslensku samfélagi“ og býðst til þess að taka þátt í arðbærum verkefnum undir þeim merkjum í náinni samvinnu við íslenska og erlenda við- skiptavini sína . „Staða Landsbankans er sterk og við erum tilbúin að taka þátt í nýrri fjárfestingu þar sem hún býðst,“ segir Haukur . Einstakur vettvangur „Sjávarútvegurinn er og verður höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar . Því fylgir bæði mikil ábyrgð og traust að vera helsti banki þessarar greinar og við ætlum að standa undir því . Sjávar- útvegssýningin er einstakur vettvangur til að rækta tengsl við viðskiptavini og fylgjast með hræringum í helstu greinum sjávarútvegs .“ Að sögn Hauks hefur Landsbankinn alltaf tekið þátt í sjávarútvegssýningum hérlendis, enda hluti af tilverunni í mannlegum samskiptum og viðskiptum að sýna sig og sjá aðra! ,,Við hittum við- skiptavini okkar og rifjum upp fyrri kynni og auðvitað verða líka til ný viðskipta- sambönd á svona samkomum . Þetta er líka kjörinn staður fyrir sérfræðinga bankans á sviði fjármögnunar til að kynna sér strauma og stefnur í fisk- veiðum og vinnslu, tækninýjungar og annað slíkt . Allt skiptir þetta máli í starfseminni . Landsbankann er að finna í bás E 10 og við bjóðum gesti velkomna, bæði viðskiptavini og aðra, til að kynna sér hvað við höfum fram að færa og þiggja léttar veitingar í leiðinni .“ Landsbankinn hf. Austurstræti 11 101 Reykjavík sími 410 4000 landsbankinn.is Kyrrð og friðsæld í höfninni á Bakkafirði . Ljósmynd: Jóhann Ólafur Halldórsson . Landsbanki sjávarútvegsins Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegsviðskipta hjá Landsbankanum .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.