Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2011, Side 44

Ægir - 01.08.2011, Side 44
42 „Við bjóðum allar gerðir af GPS tækjum með kortaplotterum fyrir bátana og við höfum fundið síðustu tvö sumur að þær tækjalausnir, sem við höfum að bjóða, eru mjög hagkvæmur kostur fyrir strandveiðibátana og í raun allan smærri bátaflotann . Þetta eru allt frá einföldum tækjum með fjögurra tommu skjám upp í 15 tommu tæki fyrir stærri bátana . Garmin eru ekki lengur aðeins fram- leiðandi á GPS tækjabúnaði heldur er fyrirtækið einnig komið með fiskileitar- tæki, ratsjár, sjálfstýringar og ýmislegt fleira . Allt það sem Garmin hefur að bjóða fæst hjá okkur og á heimasíðu okkar eru einnig aðgengilegar upp- lýsingar um tækjalausnir fyrir báta- flotann,“ segir Ríkarður Sigmundsson, framkvæmdastjóri RS Import, umboðs- aðila Garmin á Íslandi . Sniðið að þörfum hvers og eins Tækjalausnirnar frá Garmin eru hag- kvæmar bátaeigendum því sem dæmi má taka er hægt að fá dýptarmæli með plotter, sjókortum og botnstykki fyrir innan við 150 þúsund krónur . „Gjarnan hafa menn tekið svona pakka í byrjun en síðan uppfært í öflugri búnað eftir því sem þörf hefur verið á . Þá hafa menn t .d . farið í stærri tæki með 7 tommu snertiskjá sem hafa í öllum til- fellum skemmtilegra vinnuviðmót . Og ef menn vilja fara í plottera með enn stærri skjám þá hafa þau aukna tengimögu- leika við önnur tæki, samnýtingu á kortum í fleiri en einu tæki og þannig mætti lengi telja . Öll þessi nýja tækni, sem Garmin er að koma með á markaðinn, hefur fengið góðar umsagnir og full ástæða er fyrir eigendur skipa og báta að fylgjast vel með því sem mun bætast við á næstunni í línunni,“ segir Ríkarður . Hafsbotninn í þrívíðu Bylting varð með tilkomu kortagrunna í GPS tækjum og það á ekki síður við á sjónum en á landi . Með Bluechart g2 sjókortunum frá Garmin er hægt að sjá íslensku sjókortin eins og þau koma af kúnni og einnig er í þeim svokallað veiðikort þar sem hefur verið blandað saman íslensku kortagögnunum og erlendum kortagrunni sem sýnir lands- lagt hafsbotnsins með afar skýrum graf- ískum hætti . Þessi kort segir Ríkarður að sjófarendur hafi sannreynt að séu mjög nákvæm hvað varðar botninn hér við land en bæði er hægt að fá þau með hæðarlínum og einnig á formi sem birtir botninn í þrívíðri mynd og heita þá Bluechart g2 Vision . „Þessu öllu til viðbótar höfum við tal- stöðvar á samkeppnishæfu verði, sem best sést af mikilli sölu þeirra að undan- förnu . Við bjóðum líka búnað fyrir sjálf- virku AIS tilkynningaskylduna þannig að menn þurfa ekki að leita lengra til að græja bátinn upp fyrir verðtíðina,“ segir Ríkarður . Auk sölu og ráðgjafarþjónustu í Garmin tækjunum hefur fyrirtæki hans einnig með höndum viðgerðarþjónustu á þessum búnaði . Garmin á Íslandi Ögurhvarfi 2 203 Kópavogur Sími 577 6000 www.garmin.is Hagstæðar lausnir frá Garmin Garmin Bluechart g2 og g2 Vision kortin eru með sérstakt veiðikort sem sýnir mun ítarlegri og þéttari dýptarlínur en almennu sjókortin . Þekkt er að hólar og holur sem ekki koma fram í almennum sjókortum birtist í veiðikortinu . Á myndinni til hægri má sjá hvernig Garmin Bluechart g2 Vision kortin sýna botns- og landslag í þrívídd ásamt því að geta reiknað sjálfvirkt leið miðað við hve mikið báturinn ristir . Grynningar eru einnig litaðar eftir djúpristu .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.