Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2011, Side 50

Ægir - 01.08.2011, Side 50
48 „Greiðslufallstrygging getur ráðið úr- slitum um hvort útflutningsfyrirtæki lifir áfram eða rekstrarsaga þess rennur sitt skeið á enda . Eigandi fyrirtækis lenti í því að erlendur viðskiptavinur varð gjaldþrota og þar með töpuðust háar kröfur sem hefðu að óbreyttu fellt ís- lenska fyrirtækið líka . Eigandinn hafði sem betur fer greiðslufallstryggingu og sagði mér að annars hefði illa farið,“ segir Hrönn Greipsdóttir, forstöðumaður faktoring á fyrirtækjasviði Arion banka . Faktoring (fjármögnun viðskiptakrafna) og miðlun greiðslufallstrygginga er ný þjónusta bankans og á rætur að rekja til þess að hann keypti nýverið rekstur SPRON factoring „Þjónusta af þessu tagi er algeng erlendis en hefur ekki náð að ryðja sér verulega til rúms á Íslandi . Samt hentar hún afar vel fyrirtækjum í útflutningi og þar með til dæmis fiskútflytjendum . Þetta er viðbótarleið til fjármögnunar sem breytir hefðbundnum lánsvið- skiptum í staðgreiðslu vegna þess að bankinn lánar út á viðskiptakröfur gegn veði í kröfunum sjálfum .“ Aðalsmerki kröfufjármögnunar er að gera viðskipti öruggari og einfaldari . Eitt af lykilatriðum er samningur við traust erlent tryggingarfélag . Þegar sótt er um tryggingu á erlenda greiðendur fer af stað ferli hjá tryggingarfélaginu þar sem lánshæfi viðkomandi er metið . Á grundvelli þess mats er opnuð trygg- ingarlína sem fjármögnunin tekur mið af . Ef tryggð krafa fer í vanskil tekur trygg- ingarfélagið yfir innheimtuna . Sé um sannanlegt greiðslufall að ræða, svo sem gjaldþrot eða greiðslustöðvun, greiðir tryggingarfélagið bæturnar í síðasta lagi 180 dögum eftir útgáfudag reiknings . Það skiptir miklu máli fyrir íslensk fyrirtæki að Arion banki hafi þessi erlendu tryggingarfélög að bakhjarli, enda getur verið afar erfitt, dýrt og flókið ferli að gæta hagsmuna sinna og ná rétti sínum á erlendri grundu ef eitt- hvað fer úrskeiðis í viðskiptum . Arion banki Borgartúni 19  105 Reykjavík Sími 444 7000 www.arionbanki.is  Nýmæli í þjónustu fyrirtækjasviðs Arion banka .  Fjármögnun viðskiptakrafna með skilarétti (e . financing with recourse) en með skilarétti er átt við að sá sem fjár- magnar kröfuna geti skilað henni aftur til kröfuhafa hafi hún ekki greiðst 60 dögum eftir gjalddaga .  Hentar fyrirtækjum í vöruútflutningi sérlega vel, þar með töldum fiskútflytjendum .  Hentar líka stórum og meðalstórum fyrirtækjum á innan- landsmarkaði  Arion banki semur um að lána viðskiptavini sem svarar til allt að 80% viðskiptakrafna og breyta þannig stórum hluta af kröfusafni viðkomandi í handbært fé til ráðstöfunar strax .  Með þessu móti er brúað bil sem skapast kann ef við- skiptavinur dregur að greiða reikninginn og fyrirtækið getur notað svigrúmið til að standa við skuldbindingar sín megin, til dæmis gagnvart eigin birgjum .  Minni óvissa um greiðsluflæði .  Samningur Arion banka við öflug erlend tryggingarfélög sem taka þátt í að meta greiðsluhæfi/stöðu erlendra við- skiptavina íslenskra fyrirtækja sem í hlut eiga og tryggja þau gagnvart greiðslufalli hins erlenda viðskiptavinar .  Greiðslufallstrygging er forsenda fjármögnunar erlendra krafna . Ef krafa lendir í vanskilum kemur til kasta erlendu tryggingarfélaganna að aðstoða við innheimtu . Faktoring í hnotskurn Hrönn Greipsdóttir, forstöðumaður faktoring á fyrirtækjasviði Arion banka . Greiðslufallstrygging er vinur í raun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.