Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Síða 62

Ægir - 01.08.2011, Síða 62
60 Á þeim rösku 70 árum sem liðin eru frá stofnun Vélasölunnar hefur fyrirtækið ávallt verið meðal stærstu og öflugustu innflutnings- og þjónustuaðila við sjávarútveginn hér á landi . Vélasalan hefur verið áberandi þátttakandi í Ís- lensku sjávarútvegssýningunni allt frá upphafi og verður að sjálfsögðu einnig með í ár . Þekkingarsamfélag Kristján Jónsson, sölustjóri Véla- sölunnar, segir að á sýningunni í ár verði lögð sérstök áhersla á þjónustu þáttinn í starfseminni . „Á síðustu árum höfum við unnið markvisst að því að byggja upp og styrkja þjónustuþáttinn og fá til okkar þá menn sem búa yfir mestri þekkingu á þessu sviði hér á landi . Við teljum að það hafi tekist enda er hér saman kominn öflugur hópur fagmanna með áratuga þekkingu og reynslu af þjónustu við sjávarútveginn . Menn eru jafnvel farnir að tala um Vélasöluna sem þekkingarsamfélag .“ Eiríkur Árnason, stjórnarformaður Vélasölunnar, segir að þegar hann kom að rekstrinum fyrir rúmu einu og hálfu ári hafi hann hrifist af þeirri áherslu sem lögð var á að starfsmenn hefðu yfir- gripsmikla þekkingu hver á sínu sviði . Hann hefði einsett sér að halda áfram á þeirri braut og að byggja upp sam- heldinn hóp sem væri leiðandi hvað varðar þekkingu og reynslu . Eiríkur segir skipta gríðarlega máli fyrir þá sem eru til sjós að geta gengið að því með 100% vissu að fá góða vöru rétt af- greidda af fólki með þekkingu á öllum tímum sólarhringsins . Einn liður í að styrkja þjónustuþáttinn voru kaup Vélasölunnar á Tæknivík í Keflavík á síðasta ári en Tæknivík er í dag rekið sem dótturfyrirtæki Véla- sölunnar og veitir alhliða rafeinda- þjónustu með áherslu á tæknibúnað um borð í skipum . Árið 2009 keypti Vélasalan fyrirtækið Gróttu ehf . sem hefur verið með umboð fyrir RAPP tog- vindur í um 30 ár en með þeim starfs- mönnum sem þá fluttust til Vélasölunnar styrkti fyrirtækið til muna þjónustu vélaverkstæðis við togvindur og skyldan búnað . Rafdrifnar togvindur Í dag flytur Vélasalan inn búnað frá vel á annað hundrað birgjum víðs vegar um heiminn en meðal vörumerkja sem Vélasalan er með umboð fyrir eru: Cummins og Nanni dieselvélar, Triplex þilfarsbúnað, Nobeltec Siglingarforrit, Koden og Hummingbird dýptarmæla, Vertex og Sailor talstöðvar, Sperry rat- sjár og Jotron neyðarbúnaðu . Dælur frá Pedrollo, Jabsco og Rule . Bílalyftur og loftpressur frá Stenhöj og spilbúnaður, frá Rapp Hydema . Þilfarskranar frá H .S Marine, Rapp Hydema Syd netaspil og netaniðurleggjarar fyrir minni báta . Meðal nýjunga sem Vélasalan kynnir á sjávarútvegssýningunni að þessu sinni eru rafdrifnar togvindur frá Rapp . Til þessa hafa vindur frá Rapp verið drifnar með glussa en nýjasta skip flotans, Þórunn Sveinsdóttir, er fyrsta skipið sem er bæði með rafdrifnar aðalvindur og hjálparvindur frá Rapp . Auk þess að þurfa ekki að vera með mörg tonn af glussa um borð með tilheyrandi mengunarhættu, eru nýju vindurnar hljóðlátari og draga úr eldsneytiseyðslu . Þegar trollinu er slakað og vindurnar spóla út skapast afl sem er nýtt með aflinu frá aðalvél skipsins sem þá er hægt að draga úr og spara eldsneyti . Hinrik Hallgrímsson, fyrrum eigandi Gróttu, er helsti sérfræðingur Véla- sölunnar í togvindum . Hann segir Rapp leggja áherslu á að geta framleitt raf- drifnar og/eða vökvadrifnar togvindur eftir pöntun í öllum stærðarflokkum, allt frá vindum fyrir litla togbáta og upp í stærstu togara . Vélasalan Klettagörðum 25 104 Reykjavík Sími 520 000 www.velasalan.is „Við erum til taks þegar á þarf að halda með lausnir sem menn geta treyst .“ Frá vinstri: Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri, Hinrik H . Hallgrímsson sölumaður, Einar Árnason eigandi, Kristján Jónsson sölustjóri og Ögmundur Friðriksson sölumaður . Vélasalan - öflugir fagmenn með áratuga reynslu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.