Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 64

Ægir - 01.08.2011, Page 64
62 Oddi er stærsti íslenski framleiðandi umbúða úr pappa og er að þróa raka- þolnar og umhverfisvænar umbúðir úr bylgjupappa . Oddi hefur verið starfandi frá árinu 1943 en merk tímamót uðru 2008 þegar tvö gamalgróin fyrirtæki sameinuðust Odda: Prentsmiðjan Gutenberg og Kassagerðin sem hefur síðustu áratugi verið stærsti íslenski framleiðandi umbúða úr pappa fyrir ís- lenskan sjávarútveg . „Við tölum oft um að fyrirtækið hafi vaxið upp með íslenskum sjávarútvegi; hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar og alltaf hefur Kassagerðin, og síðan Oddi, starfað þétt með ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum,“ segir Jón Ómar Erlingsson, fram kvæmda stjóri Odda . „Oddi hefur verið stærsti innlendi framleiðandi pappaumbúða fyrir sjávarútveg í gegnum tíðina og helstu vörurnar eru kassar úr bylgjupappa og öskjur úr kartonefni . Við þekkjum vel þær kröfur sem sjávarútvegsfyrirtæki gera, ekki einungis hvað varðar gæði umbúðanna heldur einnig hýsingu, dreifingu og afhendingaröryggi . Þessi þættir eru ekki síður mikilvægir því rekstrarumhverfi sjávarútvegsins er þannig að allir verða að leggjast á eitt svo að hjólin haldist gangandi og bregðast þarf snarlega við þegar að- stæður breytast .“ Umhverfismerkið Svanurinn Oddi er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir bylgjupappa og stærstu við- skiptavinirnir eru fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi, bæði innlend og erlend . Sama má segja um umbúðir úr kartoni sem gjarnan eru rakavarðar, annað hvort með plast- eða vaxhúð . Þess háttar rakavörn hentar síður á umbúðir úr bylgjupappa og þess vegna hefur Oddi verið að þróa nýjar lausnir á því vandamáli í samstarfi við kanadískan hráefnisframleiðanda . „Þessi lausn gengur út á það að bæta náttúrulegum efnum út í pappamassann sem pappírinn er unn- inn úr . Þessi efni auka rakaþol til mikilla muna án þess að húða þurfi umbúðirnar sérstaklega . Þannig skapast enginn aukakostnaður í sjálfri framleiðslunni og hinir góðu eiginleikar bylgjupappa, hvað varðar styrk, hagkvæmni og endurvinnslu, haldast óbreyttir . Þessar vörur hafa verið í prófun hér á landi og niðurstöðurnar lofa góðu,“ segir Jón Ómar en Oddi mun á sjávarútvegs- sýningunni kynna þessa nýju lausn . Hugað er að umhverfisstefnu fyrir- tækisins í framleiðslu á umbúðum og hefur Oddi fengið vottun norræna um- hverfismerkisins Svansins . Fyrirtækið var fyrsti umbúðaframleiðandi í heimi til að fá þá vottun . „Það skiptir okkur miklu máli að öll okkar starfsemi fari fram í sátt við umhverfið og það er ánægjulegt að þessar nýju lausnir eru mjög í takt við þá stefnu .“ Eins og þegar hefur komið fram flytur Oddi út vörur og er fyrirtækið með sölu- fyrirtæki í Bandaríkjunum og Færeyjum auk þess sem umbúðir eru fluttar til annarra Evrópulanda og þá aðallega til Þýskalands, Bretlands og Frakklands . Jón Ómar segir að um 15% af þeim umbúðum sem Oddi framleiðir fari í út- flutning . „Íslenski markaðurinn er og verður okkar aðalmarkaður en út- flutningurinn er mikilvægur því hann skapar ákveðið jafnvægi í rekstrinum og gefur okkur tækifæri til að fylgjast með því sem er að gerast erlendis .“ Prentsmiðjan Oddi ehf. Höfðabakka 7 110 Reykjavík Sími 515 5000 www.oddi.is Umhverfisvænar umbúðir Jón Ómar Erlingsson . „Þessi lausn gengur út á það að bæta náttúrulegum efnum út í pappa- massann sem pappírinn er unnin úr . Þessi efni auka rakaþol til mikilla muna án þess að húða þurfi umbúðirnar sérstaklega .“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.