Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 112

Ægir - 01.08.2011, Page 112
110 „Við erum sannfærð um að ullin sé það sem sjómenn þurfa til að halda á sér hita . Það kemur ekkert í staðinn fyrir hana . Hún hefur bjargað Íslendingum í gegnum aldirnar, bæði sjómönnum og bændum sem unnu mikið úti í kulda og bleytu,“ segir Margreta Björke sem ásamt eiginmanni sínum, Heiðari V . Viggóssyni, rekur tvær Janusbúðir á Ís- landi og eina í Noregi . Margir Íslendingar þekkja vel til JANUS ullarfatnaðar, sem hefur meðal annars verið afar vinsæll fyrir yngstu kynslóðina . Á Norðurlöndum og víðar í Evrópu er JANUS vörumerkið þekkt fyrir endingargóðan og hlýjan undirfatnað til notkunar við vinnu, útivist og hvarvetna sem fólk þarf að halda á sér hita í mis- jöfnum veðrum . Janusverksmiðjan fram- leiðir einnig eldtefjandi undir- og millifatnað, sem hentar fólki sem vinnur til að mynda í álverum, málmblendiverk- smiðjum eða á bensínstöðvum, svo dæmi séu nefnd . Þá hafa JANUS Extra ullarfötin verið vinsæl meðal sjómanna, og geta útgerðarfyrirtæki gert sér- samninga um kaup á þeim, sem og öðrum vörum . „JANUS Extra fötin eru hæfilega þykk og geta tekið við miklum raka, án þess að fólki verði kalt og henta því vel undir vöðlur, sjógalla og ýmiss konar vinnu- og regnfatnað . Fólk getur keypt hjá okkur ullarfatnað í þremur þykktum, eftir því hvað hentar hverjum og einum . Fugla- og stang- veiðimenn sem þurfa til dæmis að vera lengi úti, jafnvel hreyfingarlausir, þurfa því þykkari ull,“ segir Heiðar . „Þá er gott ráð að vera í tvöföldu eða þreföldu lagi af ull ef það er mjög kalt . Það er alltaf hægt að tína af sér ef manni verður of heitt . Það getur því stundum verið sniðugra að vera í mörgum þunnum lögum, frekar en einu þykku .“ Ull sem ekki klæjar undan „Merinóullin, sem JANUS vörurnar eru prjónaðar úr, kemur af Merinó kindum á Nýja-Sjálandi, sem eru töluvert ólíkar norskum og íslenskum kindum . Ullin hefur sömu eiginleika og önnur ull, nema hvað hún er mun mýkri og fólki klæjar ekki undan henni . Hún hentar því líka þeim sem eru með viðkvæma húð og finnst að öllu jöfnu óþægilegt að klæðast ull,“ segir Margreta . Janusverksmiðjan í Noregi hefur stækkað mikið á síðustu árum og er nú ein af stærstu ullarverksmiðjum í Evrópu . Margreta segir það ævintýri líkast að sækja verksmiðjuna heim og sjá vinnuferlið með berum augum, allt frá einföldum þræði upp í fullbúna flík . „Varan gengur í gegnum fjölmörg stig og efnið verður að hvíla inn á milli til að jafna sig . Meðal annars er ullin hituð upp í 60 gráður og kæld niður aftur . Þetta er gert til að þétta ullina svo hún minnki ekki í þvotti . JANUS vörurnar þola því þvott í þvottavél á fjörutíu gráðu hita . Við brýnum þó alltaf fyrir fólki að nota sérstakt ullarþvottaefni því að venjuleg þvottaefni innihalda ensím sem eyða hinni náttúrulegu lanólínfitu sem er í ullinni . Þú ert ekki lengi að eyðileggja ullarvöru, ef þú þværð hana með venjulegu þvottaefni, en með ullar- þvottaefni getur hún enst árum saman .“ Janusbúðin Laugavegi 25, 101 Reykjavík Amarohúsinu, Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri Sími 552 7499 www.janusbudin.is Margreta Björke og Heiðar V . Viggósson, eigendur Janusbúðarinnar . Merino kindin er töluvert ólík hinni íslensku . Merinó ullin er sérlega mjúk og klæjar ekki undan henni, hún hentar því viðkvæmri húð . Dúnmjúk merinóullin hlýjar sjómönnum!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.