Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 130

Ægir - 01.08.2011, Page 130
128 „Við fleytum okkur áfram á viðhalds- og breytingaverkefnum fyrst og fremst, enda hefur lítið gerst í nýsmíðinni undanfarin misseri . Óvissan um framtíð fiskveiðistjórnunarinnar hefur lamandi áhrif og sér ekki fyrir enda þess ástands . Ríkisstjórnin virðist telja sig vera í einkastríði við útvegsmenn en afleiðingarnar bitna ekki síst á þjónustugreinum sjávarútvegsins og afleiddum störfum þar,“ segir Guðni Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri JE- vélaverkstæðis ehf . og Bátasmiðjunnar Siglufjarðar Seigs ehf . á Siglufirði . Bátasmiðjan er í eigu JE-vélaverksmiðju og Seiglu ehf . á Akureyri . Þjónusta félaganna tveggja á Siglufirði er dæmigerð starfsemi sem finnur vel fyrir fjárfestingarkuldanum vegna óvissunnar í sjávarútveginum . Ástandið birtist reyndar ekki einvörðungu í því að nýsmíðin situr á hakanum heldur keyra menn vélararnar í bátunum lengur en ella og reyna að draga það sem lengst að ákveða hvort eigi að gera upp eða kaupa nýtt . Síðasti nýi báturinn sem Siglufjarðar Seigur ehf . afhenti var Ingunn Sveins- dóttir AK-91, sem Haraldur Böðvarsson & Co . á Akranesi tók við á vordögum 2011 . „Ingunn er með dæmigert lag fyrir Seigsbátana okkar, mjög vel útfærður bátur og búinn því besta sem býðst til neta- og línuveiða,“ segir Guðni . Bátasmiðjan á Siglufirði hefur selt fjóra báta til Noregs og útgerðar- mönnum þar líkar afar vel við íslensku fleyin sín . Möguleikarnar eru miklir á norska markaðinum en það er meira en að segja það að ná athygli manna á erlendum markaði til að „slá í gegn“! Norðmenn eru ekkert öðru vísi en Ís- lendingar að því leyti að þeir horfa fyrst til eigin bátasmíða og þess sem þeir þekkja . Svo skal því til haga haldið að útgerð Norðmanna er með nokkuð öðru sniði en sú sem tíðkast við Íslend . Guðni ákvað að kynna sér málið af eigin raun og fór til Lófóten, þegar stóð yfir vetrar- vertíðin 2011, til að sjá hvernig bátar og búnaður hentaði best norskum að- stæðum . Þá kom ýmislegt í ljós og sumt óvænt . „Úthald Norðmanna er lengra en okkar og þeir búa gjarnan um borð í bátunum í höfnum næst miðunum . Af því leiðir að þeir leggja meira upp úr rými fyrir áhöfnina og aðbúnaði við hana en við gerum . Þá vitum við það og til- gangurinn var einmitt sá að sjá með eigin augum hvort og hvernig við þyrftum að breyta útfærslu Seigs- bátanna til að eiga betri möguleika á Noregsmarkaði . Ég vonast auðvitað til að árangurinn skili sér í að við seljum Norðmönnum fleiri báta þegar fram líða stundir,“ segir Guðni og bætir við: „Hátt olíuverð kallar líka á þróunar- starf til að draga sem mest úr útgerðarkostnaði og við höfum lagt í mikla vinnu við að stilla saman breytingar á skrokklagi báta og vél- búnaði til að saman fari olíusparnaður og mikill ganghraði . Þar höfum við náð góðum árangri og auðvitað skiptir þetta miklu máli í markaðsstarfinu, hvort heldur er í Noregi eða hér heima .“ JE-vélaverkstæði ehf. Gránugata 13 580 Siglufjörður Sími 467 1296 www.sigloseigur.com Ingunn Sveinsdóttir AK-91 . Smíðuð á Siglufirði og afhent eigendum sínum á Akranesi vorið 2011 . Einkastríð og óvissa Vinna á athafnasvæði Siglufjarðar Seigs sumarið 2011 .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.