Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 140

Ægir - 01.08.2011, Page 140
138 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er fjölbrautaskóli sem býður upp á bæði bóklegt og verklegt nám en um 300 manns sækja skólann að jafnaði . Meðal fjölbreyttra námsbrauta geta nemendur sótt nám á skipstjórnarbraut og vél- stjórnarbraut . „Nemendur á þessum brautum koma víða að, en kjarninn er þó héðan úr Vestmannaeyjum . Þetta eru oft sjómenn sem hafa verið á skipum sem gerð eru út frá Vestmanna- eyjum, hafa kannski verið til sjós í nokkur ár en séð svo að það væri gott að ná sér í réttindin,“ segir Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum . Vélstjórnarnámið hefur notið mikilla vinsælda og er nánast alltaf fullskipað . „Við bjóðum annars vegar upp á vél- stjórnarbraut A, sem er ætluð þeim sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa á skipum með vélarafl undir 750 kW . Hins vegar bjóðum við vélstjórnarbraut B, sem er ætluð þeim sem vilja ljúka rétt- indum til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1 . vélstjóra á skipum með vélarafli undir 1500 kW og undirvélstjóra á skipum með 300 kW og minna . Réttindi fást svo að fullnægðum skilyrðum um siglingar- tíma og starfsþjálfun,“ segir Ólafur Hreinn . Hermirinn eykur möguleikana „Við erum núna komin með nýjan vélarrúmshermi sem mun bæta verulega við möguleikana í kennslunni . Við fengum myndarlegan stuðning frá útvegsmönnum hér í Vestmannaeyjum til að kaupa herminn sem svipar nokkuð til flugherma sem fólk kannast kannski við . Nemandinn er þá í þrívíðu vélarrúms-umhverfi og leysir sams- konar vandamál og koma upp í raunveruleikanum,“ segir Ólafur Hreinn og bætir við að með því móti öðlist nemendur mun betri reynslu en ella . „Við erum einnig með nám fyrir skip- stjórnarmenn . Það er ekki alveg eins vinsælt og vélstjórnarnámið en við söfnum í hópa og keyrum þá í gegn öðru hverju . Skipstjórnarnámið er fyrir fyrstu tvö réttindin, A stig og B stig, en þau duga til dæmis fyrir flest íslensk skip .“ Undanfarið hefur verið töluverð fólks- fjölgun í Vestmannaeyjum og finnur FÍV fyrir vinsældum eyjanna . „Við verðum vör við það hér í skólanum að fólk er að flytja hingað . Hér hefur vantað fólk í margar atvinnugreinar og við sjáum líka marga sem hafa alist upp hérna, meðal annars gamla nemendur okkar, sem eru að snúa til baka eftir háskólanám, sem er ánægjulegt .“ Ólafur Hreinn segir Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum hentugan kost þar eð hann bjóði bæði upp á bóklegt og verklegt nám . Námi við skólann lýkur með stúdenssprófi sem veitir rétt til inngöngu í háskóla og ýmsa sérskóla eða starfsréttindanám .„Námið er ekki dýrt miðað við marga aðra fag- skóla, en þeir sem eru í þessu námi hjá okkur borga bara sama skólagjald og aðrir nemendur eða um 12 .000 krónur á önn . Þeir sem eru í verknámi eins og þessu þurfa að auki að borga efnis- gjöld, en það eru ekki háar upphæðir,“ segir Ólafur Hreinn og hvetur alla sem áhuga hafa á að ná sér í réttindi eða bæta við sig námi að láta slag standa . Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Dalavegi 900 Vestmannaeyjar Sími 488 1070 www.fiv.is Gísli Eiríksson, vélstjórnarkennari við tölvuskjána . Hér má sjá það viðmót sem nemendurnir vinna í . Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum . Fullkominn vélarrúms- hermir bætir kennslu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.