Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2011, Side 156

Ægir - 01.08.2011, Side 156
154 Fyrirtækið Dæluhúðun í Keflavík beitir nýjustu tækni í viðgerðum og fyrir- byggjandi viðhaldi á dælum, skrúfum og öðrum málmhlutum sem mikið álag er á t .d . í skipum og vinnsluhúsum . Málm- hlutirnir eru húðaðir með svokölluðu Belzona - keramikefni og í þeim tilfellum sem laga þarf skemmda hluti, s .s . vegna tæringar eða ryðs, eru þar til gerð efni notuð til að steypa í skemmdirnar áður en húðað er . Á einföldu máli má segja að mikið þurfi til að járnhlutur öðlist ekki nýtt og langt líf í höndum sér- fræðinganna hjá Dæluhúðun . Gunnlaugur Hólm Torfason er stofnandi og framkvæmdastjóri Dæluhúðunar . Hann er ekki í vafa um að þessi tækni getur víða leyst kostnaðarsöm vandamál í skipum og bátum . „Húðunartækninni kynntist ég á sínum tíma í starfi í fiskeldistöðinni Silfur- stjörnunni en þar var gerð tilraun með góðum árangri með húðun á dælum . Eftir að ég fluttist til Keflavíkur ákvað ég að fara út í þessa tækni og hef séð um viðhald á dælubúnaði fyrir fiskeldisfyrir- tækin Stofnfisk og Íslandsbleikju, auk þess sem við höfum tekið að okkur við- gerðir á dælum úr skipum, sundlaugum, gert við skrúfur skipa, olíupönnur úr bílum og margt fleira . Við höfum líka gert við blokk úr aðalvélum og ljósa- vélum skipa, gerðum við skemmdir og húðuðum síðan yfir . Í þeim tilfellum hafa viðgerðirnar haldið í nokkur ár og sparaði útgerðinni stórfé,“ segir Gunn- laugur Hólm en Dæluhúðun hefur í starfsemi sinni náið samstarf við Vélar ehf . í Reykjavík . Málmhluturinn öðlast nýtt líf Af sjálfu leiðir að álag á málmhluti er mikið í sjávarútvegi - aðstæðnanna vegna . Seltan tærir og framkallar ryð, auk þess sem mikið álag er á dælum, skrúfum og ýmsum slíkum búnaði . Tæringarskemmdir virðast gjarnan við fyrstu sýn vera fyrirboði um mikil fjárútlát og viðgerðir en Gunnlaugur segir marg- borga sig að skoða málin vandlega áður en ákvörðun um slíkt sé tekin . „Við höfum mörg dæmi um vélarhluti, t .d . dælubúnað, þar sem við höfum þurft að laga stóran hluta dælublaðanna og höfum síðan húðað þau . Við leggjum mat á það hvaða efni nota skal til við- gerða eftir því í hvers konar álagi við- komandi hlutur er en ég fullyrði að vel viðgerður hlutur með Belzona húð getur orðið eins og nýr og skilað notandanum mörgum árum, jafnvel áratugum í lengri notkun,“ segir Gunnlaugur . Viðgerðir á skipsskrúfum eru fljótar að borga sig því með húðun minnkar viðnám, straumtæring hverfur og gróður nær ekki festu á skrúfublöðunum . Nýuppgerður dælubúnaður hefur einnig skilað eigendum sínum verulegum orkusparnaði í kjölfar upptektar hjá Dæluhúðun . „Öll efni sem við notum í okkar við- gerðir eru viðurkennd til notkunar í kröfuhörðustu greinum á borð við mat- vælaiðnað . Þau eru því kjörin sem við- haldslausnir fyrir sjávarútveg og því horfum við mjög til þeirrar greinar,“ segir Gunnlaugur en auk húðunar annast Dæluhúðun ýmar gúmmíviðgerðir, s .s . á mótorpúðum, gírkassapúðum, netaaf- drögurum og nótablökkum Dæluhúðun ehf. Austurbraut 4 230 Keflavík Símar 895-3556, 821-2671 og 421 4426 www.hudun.is Tæringar vanda- málin leyst! Skipsblokk fær viðgerð hjá Dæluhúðun . Illa farið dæluhjól fyrir og eftir meðferð . Skrúfublöð vilja tærast og skemmast . Hér er dæmi um hvernig skrúfa öðlast nýtt líf .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.