Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Síða 158

Ægir - 01.08.2011, Síða 158
156 Í Fisktækniskóla Suðurnesja er boðið upp á tveggja ára grunnnám á sviði veiða, fiskvinnslu og fiskeldis á fram- haldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk . Skólinn er í eigu Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, mennta- og fræðslu- aðila á Suðurnesjum, einstaklinga, fyrir- tækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávar- afla . „Fisktækniskólinn býður upp á hag- nýtt, tveggja ára einingabært nám með mikla áherslu á vinnustaðaþjálfun og atvinnulífið,“ segir Nanna Bára Marías- dóttir verkefnastjóri . „Námsárið skiptist í eina önn í skóla með áherslu á fag- greinar og eina önn á vinnustað undir leiðsögn tilsjónarmanns . Fólk sem vill hasla sér völl í þeim greinum sem skólinn býður upp á fær því tækifæri að mynda góðar tengingar út í atvinnulífið auk þess að búa sig undir frekara nám . Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi . Með námi í skólanum fá nemendur aukin tækifæri til sérhæfingar og geta sýnt ábyrgð, frumkvæði og skipulags- hæfni í störfum sínum . Skólinn býður upp á fjölbreyttar námsleiðir sem þró- aðar hafa verið í nánu samstarfi við greinina og gefur námið bæði miklar framtíðaratvinnumöguleika auk réttinda til frekara náms í öðrum skólum, bæði hérlendis og erlendis .“ Námsframboð Fisktækniskólans Fiskvinnsla: Nemendur læra um fersk- leika og meðhöndlun fisks ásamt því að fá þekkingu varðandi gæðakerfi sem notuð eru í sjávarútvegi og markaðsmál ásamt fræðslu um vélar, tæki og búnað sem þarf til að hámarka verðmæti fisks í sátt við umhverfið . Sjómennska: Nemendur læra skip- stjórn smáskipa (pungapróf), vélavörslu, aflameðferð og veiðitækni ásamt því að kynnast hlutverki stjórnsýslu og ytra um- hverfi greinarinnar . Markmiðið er að nemendur geti stundað sjómennsku hvort sem er á smáskipi eða frystitogara með það að leiðarljósi að hámarka gæði og verðmæti fisksins ásamt því að stunda fagleg vinnubrögð við meðhöndlun, eftirlit og viðhald á veiðarfærum á fiskiskipi . Fiskeldi: Auk grunnnáms í vinnslu og sjómennsku sérhæfa nemendur sig á sviði fiskeldi með áherslu á almenn störf í greininni . Námið er góður grunnur að frekara námi við skóla hérlendis sem og samstarfsskóla Fisktækniskólans er- lend is . Netagerð: Netagerð er samnings- bundið iðnnám og löggilt iðngrein . Meginmarkmið er að veita nemendum þekkingu og færni í hönnun, fram- leiðslu, viðhaldi og viðgerðum á veiðarfærum . Náminu lýkur með sveins- prófi og geta nemendur haldið áfram í meistaranámi og/eða til frekara náms á háskólastigi að loknu viðbótarnámi . Námskeið í fullorðinsfræðslu og endurmenntun: Jafnframt er boðið upp á stök námskeið fyrir hópa frá Vinnu- málastofnun eins og nám í skipstjórn fyrir 12 metra báta og styttri og vélavarðanám . Smáskipaprófið er 105 kennslustundir og vélavörðurinn 85 kennslustundir . „Fisktækniskólinn er lítill skóli sem leggur áherslu á að vinna með hverjum nemanda miðað við þarfir hans og óskir . Jafnframt er unnið að samstarfi 9 fram- haldsskóla um allt land á sviði mennt- unar í sjávarútvegi,“ segir Nanna Bára . Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 412 5965 eða á heimasíðu skólans á www .fiskt .is Fisktækniskóli Íslands ehf Víkurbraut 56 240 Grindavík Sími 4125965 www.fiskt.is Fisktækniskólinn Icelandic College of Fisheries Víkurbraut 56 240 Grindavík Sími: 412 5940 www.fiskt.is www.facebook.com/fisktaekniskoli info@fiskt.is Fisktækniskólinn býður upp á stutt, skemmtilegt og hagnýtt einingabært nám sem opnar þér �jölda möguleika í vel launuð störf í sjávarútvegi auk möguleika á framhaldsnámi að loknu grunnnámi Fisktækniskóli Suðurnesja Námið er til tveggja ára og með mikla áherslu á tengingu við atvinnulífið og vinnustaðaþjálfun. Námsárið skiptist í eina önn í skóla með áherslu á faggreinar og eina önn á vinnustað undir leiðsögn tilsjónarmanns. Fólk sem vill hasla sér völl í þeim greinum sem skólinn býður upp á fær því gott tækifæri að mynda góðar tengingar út í atvinnulífið auk þess að búa sig undir frekara nám. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi. Samstarfsaðilar Fisktækniskólans eru: Einhamar ehf, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Stakkavík ehf, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkakýðsfélag Grindavíkur, Vísir ehf, Þorbjörn ehf, Þróttur ehf Fisktækniskólinn býður upp á nám í: Fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi og netagerð Meðhöndlun á fiski er einn af lykilþáttum í námi Fisktækniskólans . Fisktækninám á framhaldsskólastigi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.