Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 160

Ægir - 01.08.2011, Page 160
158 Ný Skipaskrá og sjómannaalmanak fyrir árið 2012 frá fyrirtækinu Árakló er í undirbúningi og mun verða dreift fyrir áramót til útgerða skipa og báta í rekstri . Einnig verður henni dreift til framkvæmda- og útgerðastjóra stærri fyrirtækja auk fleiri aðila . Fyrirtækið Árakló er í eigu Jóns Sig- urðssonar sem er menntaður vélstjóri, skipaáhugamaður og fyrrum starfs- maður Fiskfélags Íslands . Í því starfi kom hann að útgáfu sjómannalmanaks Fisk- félagsins um árabil og ritstýrði síðustu árgöngum bókarinnar í útgáfu Athygli ehf . Jón segir bókina með mjög hefð- bundnu sniði en þetta er sjötta árið í röð sem Jón gefur út skipaskrá og sjó- mannaalmanak með þessum hætti . „Uppbygging bókarinnar er mjög lík frá ári til árs, enda má segja að maður gerir ekki stórar breytingar á því sem er vel heppnað og fær góðar viðtökur notenda,“ segir Jón en í bókinni eru upplýsingar um sjávarföll, vita- og sjómerki, veður og sjólag, fjarskipti, öryggismál og fleira . Þá fylgir henni eins og áður geisladiskur með m .a . laga- og reglugerðakafla en hann er auðvelt að lesa í sérstöku forriti með öflugri leitarvél . Þá er á diskinum að finna ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar eins og eyðublöð frá Hafró og öðrum opinberum aðilum . Skipaskráin í bókinni er mjög mikið notuð af sjómönnum en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um öll skip og báta á skrá hjá Siglingastofnun . Skránni er skipt í tvo hluta, mynda- og textaskrá . Í myndaskrá eru skip og bátar sem eru í rekstri, þar með taldir opnir bátar . Í textaskrá eru upplýsingar um önnur skip og báta . „Ég hef stundum sagt að sumar síðurnar í bókinni eru upplesnar,“ segir Jón „og ég er ekki í vafa um að þetta er mest lesna bókin á Norður-Atlantshafi .“ Samkvæmt lögum er skylda að vera með sjómannaalmanak um borð í öllum skipum, 12 metrum og lengri . Engu að síður er bókinni einnig dreift til smærri báta, líkt og áður segir . Jón fer reglulega um landið, bæði til að hitta útgerðarmenn og sjómenn og taka jafnframt myndir af skipum og bátum . Sjálfur hefur hann tekið um helming þeirra mynda sem eru í bókinni . Hann segist alltaf hafa verið mikill áhugamaður um skip og báta . „Já, þessi áhugi hefur fylgt mér alla tíð . Ég hef alltaf haft gaman af vélum og var mikið í bílum og mótorhjólum áður en ég fór á sjóinn . Og síðan snerist starf mitt líka um vélbúnað skipa þau ár sem ég var hjá Fiskifélagi Íslands þannig að útgáfa á Skipaskránni og sjómanna- almanakinu var bara áframhald á þessu áhugamáli mínu,“ segir Jón sem mun eiga annríkt næstu vikur við undir- búning á Skipaskránni 2012 . Árakló slf Hamravík 50 112 Reykjavík jon@sjs.is Fylkir KE 102 er dragnóta- og netabátur, smíðaður í Rönnang í Svíþjóð árið 1985 . Ítarlegar upplýsingar um hann og á 3 . þúsund önnur för er að finna í Skipaskrá Áraklóar . Ljósm . Jón Sigurðsson . Mest lesna bókin á Norður-Atlantshafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.