Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 162

Ægir - 01.08.2011, Page 162
160 „Kaupendur sjávarafurða og neytendur um heim allan eru að verða betur með- vitaðir um umhverfismál og nauðsyn þess að nýta land og mið á sjálfbæran hátt,“ segir Guðný Káradóttir, markaðs- stjóri Iceland Responsible Fisheries, og bætir við að auk þess séu strangari kröfur gerðar til ábyrgra fiskveiða hjá al- þjóðastofnunum . „Iceland Responsible Fisheries verkefninu er ætlað að kynna uppruna íslenskra sjávarafurða og miðla upplýsingum um ábyrgar fiskveiðar til kaupenda og annarra hagsmunaaðila á markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir . Við viljum styrkja og viðhalda þeirri verðmætu ímynd sem íslenskt sjávar- fang hefur með því að tengja saman uppruna þess og ábyrgar fiskveiðar .“ Unnið er að vottun á veiðum undir merkjum Iceland Responsible Fisheries og hafa þorskveiðar Íslendinga verið vottaðar af óháðum vottunaraðila, Global Trust á Írlandi . Vottunarferlið er unnið samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og eru kröfulýsingar unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna, FAO, um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum stofnum . Áhugaverðir fyrirlesarar Þann 22 . september stendur Iceland Responsible Fisheries fyrir hádegis- verðarfundi um ábyrgar fiskveiðar og markaðssetningu í sjávarútvegi . John Sackton, markaðsgreinir á sviði sjávarútvegs og ritstjóri fréttasíðunnar SeafoodNews .com, lýsir hvernig norður- amerískir smásöluaðilar hafa tekið upp þá stefnu að kaupa einungis sjávarafurðir úr sjálfbærum stofnum og hvernig þeir sýna fram á uppruna vörunnar . Þá ræðir Peter Vassallo um áratuga reynslu sína af að selja ís- lenskar sjávarafurðir í Bretlandi, en fyrir- tæki hans, Cumbrian Seafood, leggur mikla áherslu á ábyrgð í um- hverfismálum . Fyrirtæki hans var einmitt það fyrsta sem fór í gegnum vottun á rekjanleika sjávarafurða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries . „Það verður áhugavert að heyra hvað þeir Sackton og Vassallo hafa fram að færa um þróun á mörkuðum og kröfur í innkaupum á sjávarfangi . Fjölmargar verslunarkeðjur í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar hafa einmitt sett sér þá stefnu að skipta eingöngu við birgja sem bjóða sjávarafurðir unnar úr fiskistofnum sem hafa hlotið vottun fyrir ábyrgar fiskveiðar,“ segir Guðný . Markaðstæki sem skilar árangri „Verkefnið Iceland Responsible Fis- heries var sett á laggirnar til að koma upplýsingum um íslenskan uppruna og ábyrgar fiskveiðar Íslendinga á framfæri á mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir, einkum við stóra kaupendur erlendis,“ segir Guðný og bætir við að viðbrögðin við Iceland Responsible Fisheries hafi ekki látið á sér standa . Víðtæk sam- staða sé meðal íslenskra fyrirtækja um verkefnið sem skilar sér í góðri kynn- ingu erlendis . Nú þegar hafi verslunarkeðjan Waitrose í Bretlandi hampað íslenska þorskinum sérstaklega í auglýsingaherferð í kjölfar vottunar- innar, sem hefur leitt til stórfelldrar sölu- aukningar og Morrisons selur nú þorsk með auðkennismerki fyrir vottun á rekjanleika . „Með markvissu innra starfi sjávarútvegsins og þessu kynningar- átaki undir merkjum Iceland Res- ponsible Fisheries má stuðla enn frekar að því að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á samkeppnismörkuðum í sessi og sýna ábyrgð í verki .“ Iceland Responsible Fisheries www.responsiblefisheries.is Guðný Káradóttir, markaðsstóri Iceland Responsible Fisheries . „Við viljum styrkja og við- halda þeirri verðmætu ímynd sem íslenskt sjávarfang hefur með því að tengja saman upp- runa þess og ábyrgar fiskveiðar .“ Nútíma markaðir krefjast sjálfbærra fiskveiða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.