Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR . 32. ÁRG. 1971 1, HEFTI . JÚLÍ Sigurður Nordal Flatey j arbók Utvarpserindi, flutt 21. apríl 1971 Góðir Islendingar. Á þessum sumarmálum eru okkur færðar heim í garð af dönskum ráða- mönnum tvær gersimar, sem telja má, að hvor með sínu móti hafi verið með hinum mestu dýrgripum í Konungsbókhlöðu, ríkisbókasafni Danmerkur: Konungsbók Sæmundar-Eddu og Flateyj arbók, — ef ekki mestir. Að einmitt þessar tvær bækur hafa verið valdar, er greinilegt merki þess, að á þeirri af- hendingu íslenzkra handrita, sem enn er ekki fullgengið frá, eigi ekki að vera neitt hálfverk, ekkert þras um smámuni, heldur eigi hún að fara fram af fullri rausn og veglyndi. Þegar hugsað er um það vald, sem eignir manna hafa yfir eigendum sinum, svo að margir tíma jafnvel ekki að gera erfðaskrá, — um hið forna orðtæki Rómverja: Beati possidentes — sælir eru þeir, sem eignar- haldið hafa, og við minnumst þeirra skipta, sem algengust eru manna og ekki sízt þjóða á milli, — þá fyrst getum við skilið til hlítar, hvað hér er að ger- ast. En svo segir í Hávamálum: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Hér hefur verið gert gott verk, sem við eigum að kunna að skilja og meta og við óskum, að verði sjálft sín dýrmætustu laun — eins og allt, sem vel er gert. En eg hef aðeins verið beðinn að segja hér fáein orð um Flateyjarbók, og er hún samt miklu meira umtalsefni en gerð verði nokkur skil, þótt í löngu máli væri. Flateyjarbók er stærst allra íslenzkra skinnbóka, sem nú eru til, og efasamt, að önnur jafnstór hafi nokkurn tíma verið rituð. Hún er alls 225 blöð, 450 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.