Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR . 32. ÁRG. 1971
1, HEFTI . JÚLÍ
Sigurður Nordal
Flatey j arbók
Utvarpserindi, flutt 21. apríl 1971
Góðir Islendingar.
Á þessum sumarmálum eru okkur færðar heim í garð af dönskum ráða-
mönnum tvær gersimar, sem telja má, að hvor með sínu móti hafi verið með
hinum mestu dýrgripum í Konungsbókhlöðu, ríkisbókasafni Danmerkur:
Konungsbók Sæmundar-Eddu og Flateyj arbók, — ef ekki mestir. Að einmitt
þessar tvær bækur hafa verið valdar, er greinilegt merki þess, að á þeirri af-
hendingu íslenzkra handrita, sem enn er ekki fullgengið frá, eigi ekki að vera
neitt hálfverk, ekkert þras um smámuni, heldur eigi hún að fara fram af fullri
rausn og veglyndi. Þegar hugsað er um það vald, sem eignir manna hafa yfir
eigendum sinum, svo að margir tíma jafnvel ekki að gera erfðaskrá, — um
hið forna orðtæki Rómverja: Beati possidentes — sælir eru þeir, sem eignar-
haldið hafa, og við minnumst þeirra skipta, sem algengust eru manna og ekki
sízt þjóða á milli, — þá fyrst getum við skilið til hlítar, hvað hér er að ger-
ast. En svo segir í Hávamálum:
Sumur er af sonum sæll,
sumur af frændum,
sumur af fé ærnu,
sumur af verkum vel.
Hér hefur verið gert gott verk, sem við eigum að kunna að skilja og meta og
við óskum, að verði sjálft sín dýrmætustu laun — eins og allt, sem vel er gert.
En eg hef aðeins verið beðinn að segja hér fáein orð um Flateyjarbók, og
er hún samt miklu meira umtalsefni en gerð verði nokkur skil, þótt í löngu
máli væri.
Flateyjarbók er stærst allra íslenzkra skinnbóka, sem nú eru til, og efasamt,
að önnur jafnstór hafi nokkurn tíma verið rituð. Hún er alls 225 blöð, 450
1