Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 16
Friðrik Þórðarson HJalað við Medeu1 Flæmskur klerkur, Paul Peeters að nafni, einn hinn lærðasti maður í heilagra manna fræðum og guðs dýrlinga, hefur einhvers staðar borið sig upp undan þeirri fávísi sem vestrænir vísindamenn sýni einatt af sér um bókmenntir Georgíumanna, Ermlendinga og annarra kristinna þjóða í austurlöndum, og kallar hana — og víkur hér orðum sínum sér í lagi að grískum málfræðingum — hið mesta hneyksli. Nú má að vísu virða oss þetta tómlæti til vorkunnar; hlutur kristnu smáþjóðanna í grískri menningu á miðöldum hefur ef til vill ekki verið svo stórvægilegur að hana megi öngvan veginn iðka án kunnáttu í tungumálum þeirra og bókmenntum; oftast nær hafa Grikkir líklega veitt fleira en þeir þágu. En allt fyrir það hafa smáþjóðirnar á jöðrum býzanska ríkisins lagt svo margt af mörkum til sameiginlegra mennta kristinna austur- landamanna, og látið víða svo að sér kveða, að ég get ekki annað en tekið undir við hinn bókvísa klerk: það er ekki andskotalaust hve fátt grískir vísindaiðkendur gefa sér um austræn fræði; og þetta á reyndar ekki við 1 Spjall þetta var fyrir öndverðu flutt á samkundu grískustúdenta viS háskólann í Osló og þá vitaskuld samiS á þarlenda tungu; og verSur ekki hjá því komizt aS þaS gjaldi þessa uppruna síns. Höfundurinn gerir sér t. a. m. íviS títt um andlegar bókmenntir Georgíumanna á miSöldum, af því aS þær vita sér í lagi aS býzönskum fræSum og þótti því líklegt aS gríska fræSaiSkendur munaSi í þær einna helzt; aftur eru veraldlegu bók- menntirnar látnar sitja á hakanum, og mundi þó flestum mönnum vera meiri forvitni aS heyra eitthvaS frá þeim; auk þess hefur nýi tíminn orSiS alveg út undan. Og eru Iesendurnir beSnir aS virSa höfundinum þetta til vorkunnar. Georgisk orS hef ég reynt aS rita meS latneskum bókstöfum svo alþýSlega sem mér var unnt, og er georgiskum hljóSum jafnaS til þeirra íslenzkra sem þeim eru líkust í framburSi; en fremur er þetta ónákvæmur ritháttur, því mikill munur er á hljóSafari málanna. Þess skal getiS aS tvennskonar s-hljóS georgiskunnar (annaS tannmælt, hitt gómmælt og hvorttveggja ýmist raddaS eSa raddlaust) eru hér skrifuS meS s-i (hin raddlausu) og z-u (raddarhljóSin); og er meS því brugSiS frá þeirri venju aS skrifa sj, zj fyrir gómmælt s-hljóS. Stafirnir ch eru hafSir um raddarlaust önghljóS uppgóm- mælt, ekki ólíkt því sem íslendingar hafa í orSum eins og lax og lagt. HöfuSstaS Georgíu, Tbílísf eSa Tpílísi (Tíflis á serbnesku), hef ég aS siS fyrri höf- unda nefnt á íslenzku Tvílýsi. 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.