Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 18
Tímarit Máls og menningar og ættborgar Medeu Eetessdóttur. Á vinstri hönd blika við fannhvítir tindar, til hægri handar ganga úfnir Aresvellir, og þar verður lundur sá er Medea fór til fundar við Jason; og veittu hvort öðru fægileg faðmlög og blíða kossa, og eigi ganga þau þaðan brott fyrr en Jason hefur framið vilja sinn við hana allan, segir í Trójumanna sögu. Hér hangir uppi í lundinum hjá Þórs- hofi reyfi það sem er gullspuni einn og varðar það mikill dreki; hann hefur mörg augu og mikið eitur í sér. Og að vísu erum vér hingað komnir þessa reyfis vegna, svo sem forverari vor fyrir mörgu ári. En áður en náttsett er orðið og vér göngum á vald hins meinsama Draums málvísinnar, og hvar er hann svo rósfagur sem hér, þá munum vér með leiðsagnarmanni vorum dreypa dreypifórn af hunangi og óblönduðu víni og blótum fljótið og jörðina og goð landsins og vofur öðlinganna er hvíla ómegnar í undirheimum, og beiðumst þess að þau taki við landfestum vorum holl í hugum. Og að því búnu skiljumst vér um stund við þá Jason og Apollóníus á kvonbænaferðum þeirra. Það eru margtuggin fræði, tekin upp aftur hvenær sem Kákasusfjöll bera á góma, að þar sé mælt á eitthvert ógrynni tungumála. Og víst er um það að óvíða á jarðarkringlunni er hinum matvanda málfræðingi svo ríkmann- lega fagnað sem hér með ilmandi krásum gómsætra sagnorða og lostætra fallbreytinga. Masúdí, serkneskur höfundur á lOndu öld, nefnir Kákasus „tungnafjall“ og segir að þar gangi 72 tungumál; hjá samtíðarmanni hans, Ibn Khaukal, eru þau orðin 370. Strabon, grískur vísindamaður sem uppi var á dögum Ágústs keisara, skýrir svo frá að á torginu í Díoskúrías, skammt þaðan sem nú er Súchúmí, höfuðstaður Abkazalands, gefi að heyra 70 tungur. Og finnum vér ekki hversu ólgar í æðum vort grammatíska blóð þegar vér lesum hjá Plíníusi að í sama bæ þurfi til þess eina 130 túlka að ljúkast megi kaup og sölur manna? Auðvitað er ekkert að marka þessháttar tölur, enda alveg út í hött að vera að grafa heilann um það hversu margar tungur gangi í einhverju landi eða í öllum heiminum. Hvað er mál og hvað er mállýzka, hvar á að draga mörkin milli mállýzknanna, o. s. frv.? En allt fyrir það má af þessum barnalegu hugleiðingum ráða að á þessu litla sviði, eiðinu milli Svartahafs og Kaspía- hafs, hefur frá alda öðli verið staklega fjöltyngt hjá því sem menn áttu að venjast í öðrum stöðum. Hér skal nú ekki löngum getum um það leitt hvað valdi þessari miklu tungnamergð, orsakirnar eru efalaust margar og yrði langt mál að rekja þær allar út í hörgul. En landið sjálft, skorið háum gljúfr- 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.