Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 19
Hjalað við Medeu um og kluftum, afskekktar fjallabyggðir í regindjúpum dölum, virðist þó á alla lund vera til þess fallið að þjóðirnar kvíslist og tungurnar dreifist sín í hverja sundrungina Þegar nefndar eru Kákasustungur er jafnan átt við tungur þær í Kákasus- löndum sem ekki verður í sveit skipað með öðrum tungumálaættum, þeim sem kunnugt er um annars staðar á jörðinni. Þessi nafngift horfir því í raun réttri til landskipunarfræði, og er neikvæð að því leyti sem hún er málfræðis- leg; af henni verður ekkert ráðið um skyldleika málanna sín á milli. Kákasus- mál eru semsé engin tungumálaætt á borð við indóevrópsk mál eða tyrknesk mál, ekki fremur en t. a. m. svertingjamál, indíánamál eða vesturlandamál eru sérstakar tungumálaættir. En auk þeirra tungna sem við Kákasus eru kenndar ganga þar fjölda- margar tungur af ættum sem einnig eru til í öðrum löndum, bæði tyrknesk mál, indóevrópsk mál og Semítamál, og skal nú lítið eitt minnzt á þau áður en lengra er farið. Sú tyrknesk tunga er hér kveður mest að er azerbædjanska; hún gengur í héruðunum við suðvestanvert Kaspíhaf, bæði í sofétlýðveldinu Azerbædjan, en þar er hún landstjórnar- og bókmenntamál, og langt suður í Persalönd; heldur mun vegur hennar vera þar í minna lagi. Azerbædjanska er mjög nákomin því máli sem talað er á Tyrklandi, og heyrir raunar til þeirri löngu röð tyrkneskra mállýzkna sem ganga allt milli Grikklandshafs og Kaspihafs og að vísu enn lengra austur á bóginn. Strjálingur af tyrknesku fólki býr hér og hvar í Georgíu og á Ermlandi. Fyrir norðan fjall ganga tvær tyrkneskar tungur, hvor annarri mjög líkar, karatjæska og balkarska; á þeim eru nú samdar bækur. Þjóðir þessar eru komnar norðan af grasheiðum Rússlands upp úr herhlaupi Mongóla á öndverðri 13du öld, og sitja í héruðum sem áður voru byggð alönskum (eða skýtneskum) kynkvíslum. Austar miklu og norðar gengur nogæska, og frammi við sjó, í lýðveldinu Dagestan við Kaspíhaf, sitja Kúmýkar. Mest og frægust allra tungna Indóevrópuþjóða á þessum stöðvum er ermska; hún gengur nú einkanleg í sofétlýðveldi því sem við Ermland er kennt, og er þar landstjórnarmál; en auk þess hýr mesti sægur ermskra manna í Georgíu og reyndar víðar um lönd. Ermska er eitt af fornum menn- ingarmálum Kákasuslanda, og hafa verið samdar á henni miklar bókmenntir allt síðan snemma á dögum kristins siðar. Önnur indóevrópsk mál í Kákasus heyra flest hinni írönsku ættkvísl. í Azerbædjan eru tatneska og talysneska, líklega afkomendur þeirra mállýzkna 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.