Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 21
Hjalað við Medeu
lenzka mállýzku, Aisor, stundum nefnd Kaldverjar eða Assýringar í vest-
rænum bókum; þeir eru kristinnar trúar og halda sið Jakobíta eða Nestoríana.
Kákasusmál, eða þau mál í Kákasuslöndum sem ekki eru skyld neinum
þessara ættbálka, skiptast í þrjár kvíslir: norðvesturmálin og norðaustur-
málin — þau ganga norðanfjalls — og suðurmálin eða kartvelsk mál; þau
ganga fyrir sunnan fjall. Hver þessara kvísla er ætt út af fyrir sig, og þær
tungur sem þar heyra eru allar runnar af sömu rót, frumtungu sem til hefur
verið einhvern tíma í fyrndinni; þó eru málin líklega víða svo fjarskyld
að þau hljóta að hafa greinzt hvert frá öðru fyrir örófi alda. Aftur á móti
hafa öngvar sönnur verið færðar fyrir skyldleika á milli ætthálkanna þriggja;
en vitaskuld er ekki með því þvertekið fyrir að þeir geti verið skyldir.
Og svo sem skyldleiki þessara ættbálka sín á milli er allur á huldu, slíkt
hið sama er óvinningur að ætla nokkuð á um skyldleika þeirra, hvers einstaks
eða allra, við önnur tungumál. Sitthvað mun þó vera ekki óáþekkt í bask-
neskri tungu og sumum Kákasusmálanna, t. a. m. fj ölpersónulegar sagnir
(sögnin er ekki aðeins hneigð eftir frumlaginu eins og hjá oss er tíðkanlegt,
heldur einnig eftir andlögunum) og fleira, og hafa því sumir menn látið sér
til hugar koma að einhvern tíma aftur í grárri forneskju komi saman ættir
þessara tungna. En æði fjarlægur myndi sá skyldleiki vera ef einhver væri.
Og hið sama á við búrúsaski, tungumál lítillar þjóðar í Hindúkúsfj öllum,
en það hefur stundum verið rakið saman við Kákasusmál.
Líklegri tilgáta væri það að skyldleiki sé á milli einhverra ættbálkanna í
Kákasus og þeirra mörgu forntungna í nálægum löndum sem enn hefur
hvergi tekizt að sveitfesta: höttsku, úrörtsku, húrrnesku, elömsku, súmersku
o s. frv. En allt hingað til hafa slíkar rannsóknir ekki leitt til neins; svipur
með málkerfunum, fjölpersónulegar sagnir, tvítug talning (fjörutíu er sama
sem tvisvar tuttugu o. s. frv.), gerandafall (ergativus, haft sem frumlag með
áhrifssögnum), líkindi í hljóðafari og þar fram eftir, — allt getur þetta
verið eintóm tilviljun og verður af því ekkert ráðið um skyldleika málanna.
Georgisk1 tunga eða kartvelska er helzt og langfjölmennust sunnantungn•
1 Georgía er afbökun ítalskra manna í fyrri daga á persnesku, serknesku og tyrknesku
nafni landsins (á persnesku Gúrdjistan; Gúrdjí, georgiskur maður). Sama nafn hafa
Rússar afbakað í orðinu Grúzija. Nú er það orðin hefð hér á landi að hafa ítalska
nafnið, þótt einstaka maður sjáist stundum sletta því rússneska, og þykir höfundi þessa
spjalls ekki ástæða til að breyta frá þeirri venju.
Georgíumenn nefnast sjálfir Kartvelní eða Kartvelebí, land sitt kalla þeir Sakartvelo;
og mætti úr þeim orðum búa til heitin Kartvelir, Kartvelaland, kartvelsk tunga o. s. frv.
11