Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 23
HjalaS vitS Medeu margt nýtasta menntafólk Georgíu og beztu rithöfundar eru af mingrelsku bergi brotnir. En allt fyrir það hefur aldrei orðið úr því að þeir kæmu sér upp sérstöku ritmáli. Georgiska hefur frá upphafi verið sameiginleg menn- ingartunga allra kartvelsku þjóðanna, og forn hefð hefur mátt sín meira en öll þjóðræknishyggja nýja tímans. Samt sem áður eru mingrelska og georg- iska ekki öllu líkari mál en t. a. m. íslenzka og þýzka. Fólk vestanlands í Georgíu þykir vera athafnasamara og röskara en það sem býr austur í landi, fjörlegra og glaðværara, konur fríðari, hýrlegri og fjöllyndari. Og eigna höfundar ferðasagna í fyrri daga þetta áhrifum grískra nýlendumanna. Norðvesturmálin greinast nú í tvær höfuðkvíslir: ahközku, en á hana er mælt í sofétlýðveldinu Abkazíu vestur við Svartahaf, og térkessku og kabörzku austar í landinu norðanfjalls. Térkesska hefur fyrrmeir gengið miklu víðar en nú er, fram með ströndum Svartahafs allt norður að Mæjótisflæjum og Donarósum; e. t. v. eiga grískir höfimdar við Térkessa þar er þeir nefna Sindur; í grískum mállýzkum á Krím og í Úkraínu er líklega eitthvað af térkesskum tökuorðum. A síðari öldum hafa Térkessar smátt og smátt orðið að þoka fyrir rússneskum landnemum; um miðja öldina sem leið, er Rússa- keisari var að bæla undir sig smáþjóðirnar í Kákasusdölum, brugðu heilir kynþættir Térkessa búi og fluttust vestur á Tyrkland, og er þá þar að finna enn í dag. Sömu leið fóru og fleiri kynþættir Mahómeðsmanna sem ekki vildu una stjórn kristinna manna, þeirra á meðal Úbykar, hin þriðja höfuð- kvísl norðvesturþjóðanna; þeir eru nú nálega liðnir undir lok. Kabarðar eru á vorum dögum fj öhnennastir þeirra Térkessa-kynkvísla sem eftir eru í Kákasus; á 16du og 17du öld héldu kabarzkir hersar ríki yfir víðum land- eignum norðanfjalls, og kabarzka var þá tunga heldra fólksins. Bæði á ab- közku, térkessku og kabörzku eru nú á dögum til miklar bókmenntir. Térkessar hafa löngum þótt vera göfuglegir menn og fyrirmannlegir, og dætur þeirra afbragð annarra kvenna að fríðleik. Og á miðöldunum og lengi fram eftir kepptust grískir og tyrkneskir stórhöfðingjar eftir térkesskiun stúlkum í kvennabúr sín. Tereká og byggðir Osseta fyrir neðan Alanaskarð skilja í sundur Kabarða í vestri og veinöksku þjóðirnar í norðaustri, Ingúsa og Téténa. Austanvert við Téténa liggur svo fjalllandið sjálft, Dagestan, og nú tekur loksins að renna verulega út í fyrir hinum málspaka klerki. Landið er ekki miklu stærra en Danmörk, eitthvað um 50 þúsundir ferskeyttra kílómetra, og landsmenn naumlega hálf önnur miljón að tölu. Og þó mun óvíða á jarðarkringlunni 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.