Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 29
Hjalað við Medeu
gríska útleggingin runnin frá þeirri georgisku; og heldur jukust líkurnar
fyrir því þegar lengri gerðin georgiska, sem varðveitt er í Jórsölum, var birt,
á árunum 1956—1957. Og sé það haft fyrir satt að kristileg umbreyting
Barlaams sögu hafi fyrst orðið hjá Georgíumönnum, en sagan svo búin síðan
verið útlögð á grísku, þá mun hér vera hið eina dæmi þess hingað til að
georgiskri bók hafi verið snarað á vora tungu, þó ærinn krók hafi hún
reyndar lagt á hala sinn.
Það er auðvitað mál að þessar vísindaiðkanir hafa einkanlega átt sér staði
í klaustrunum og þeim skólum sem þeim heyrðu, bæði heima í Georgiu og
í öðrum löndum. Ég minnist hér aðeins á tvö þessara innlenzku klaustra,
bæði fræg menntasetur, Gelatí vestanlands, skammt frá Kútaísí, ættborg
Medeu, og íkalto í Kachetíu austur í landi. Hvorttveggja klaustrið er stofnað
af Davíð konungi sem nefndur hefur verið Agmosenebelí (merkir eiginlega
smíðameistara), en hann sat að ríkjum frá því 1089 til 1125. Hann er talinn
gott skáld og vel að sér í þeirrar tíðar vísindum, og svo mikill bókamaður
að þá er hann fór í hernað reiddi hann jafnan með sér bókakistur á ösnum
og úlföldum; og hann setti frá sér bókina síðasta alls áður en hann gekk
út til orustu, og bókina heimtaði hann óðara en hann var aftur kominn heim
af vígvellinum í tjald sitt, segja höfundar.
En einnig í öðrum löndum þar sem þá gekk grískur siður áttu georgiskir
klerkar sér klaustur og fræðaból, á Olympsfjalli í Bíþýníu í Asíu hinni minni,
á Svartafjalli hjá Anþekju á Sýrlandi, í Jórsalaborg, á Sínaískaga, á Bolgara-
landi, og er frá öllum þessum stöðum komið mýmargt kristilegra bóka. Eitt
er þó það klaustur sem mesta frægð hefur unnið sér allra georgiskra vísinda-
setra, bæði innanlands og utan, en það er íberaklaustur á Aþusfjalli. Það
er stofnsett eitthvað um 980, skömmu eftir að munklífi voru fyrst sett þar
á fjallinu, af Jóhannesi helga Varazvatje, auðugum öldurmanni. Klaustur
þetta er nú fyrir löngu orðið algrískt; seint á miðöldum höfðu grískir munk-
ar flæmt flesta hinna georgisku burt, og um 1860 var hinum síðasta þeirra
byggt út*
Sonur Jóhannesar Varazvatjes var Evþýmíos. Hann varð ábóti í íbera-
klaustri eftir andlát föður síns, en afsalaði sér þeirri tign eftir stuttan tíma
og gaf sig síðan óskiptan við bókiðnum, unz hann andaðist, árið 1027. Hann
hefur einkanlega unnið sér orðstír fyrir útleggingar sínar úr grísku máli á
georgiskt, en hefur auk þess margt ritað á grísku; um útlegging hans á
Barlaams sögu er áður getið. Evþýmíos verður jafnan talinn með ágætustu
höfundum Georgíumanna, og fáið tiginmannlegt orðfæri hans er sígilt dæmi
19