Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 31
Hjalað við Medeu hans sé víð'a ærið óskýrt og sturbutrulegt. En það ber þó að hafa hugfast að Jóhannes Petrítsí vill með þessu leitast við að gera þjóð sinni sem full- komnast vísindamál og menningar, algjörlega jafnkosta grískunni. Og má hér minna á að um sama leyti og hann semur rit sín, hættir Davíð konungur Agmosenebeli — en hans er getið hér að framan — að bera nafnbætur býzanskra hirðmanna sem gert höfðu fyrirrennarar hans, og kallar sig nú hlátt áfram konung Georgíu: Georgíumenn eru sérstök menningarþj óð, jafn- okar Grikkja í hvívetna og öngra eftirbátar. Mér hefur nú orðið tíðræddast um þá hlið gullskinnsins sem horfir í vestur- átt móti hnígandi sól, að Grikklandi og Miklagarði. Hún kann að virðast ívið grá stundum, og þau letur sem þar standa lesa nú líklega skjaldan aðrir en málfræðisiðkendur; þó eru gamlar helgisögur enn í dag námsefni barna í georgiskum skólum. En x vísindum þjóðarinnar skipa þessi fræði háan sess; og læt ég mér duga að minnast á handritastofnun ríkisins í Tvflýsi, en þar eru eitthvað 60—70 manna í fullkomnu starfi og vinna að því að gefa út fornritin. hæði andleg og veraldleg. En á þessu skinni voru er einnig önnur hlið, sú sem veit í austur móti rís- andi sól, að Persalandi og fornum írönskum menntum, en þó einkanlega að Georgíu sjálfri og Kákasusfj öllum gljúfrum skomum. Og þessi er einmitt sú hliðin sem í sannleika er gulli sett. Og fyrir því munum vér nú Ijúka þessu spjalli með því að leiða hana augum eitt andartak. í lok lltu aldar hafði konungum af ætt Bagratíona — ermskri höfðingja- ætt — auðnazt að leggja allt landið undir veldi sitt; um 1200. á dögum Tamarar drottningar, stendur þetta ríki með mestum hlóma og víðemi þess er þá meira en nokkru sinni fyrr eða síðar. Hér dafnar nú, við hirðir kon- unga og lendra manna, hinn veraldlegi skáldskapur, riddarasögur og kurteis kvæði, sprottinn af fornum fræðum kynstofnsins sjálfs og kyrfilega fágaður að dæmi persneskrar málsnilldarlistar. Nú er ritum persneskra skálda snarað á georgiska tungu, Konungasögum Firdásís, söguhókum Nízamís, sögu Gúr- ganís af Yís og Ramín, Tristram og ísodd Persalands. Og þó er það enn ótalið sem gullnast er alls hins gullna á þessu gullna bókfelli: Sagan af garpinum í tígrisdýrsfeldinum. Eins og aðrar þjóðir eiga sér gersemar og kjörgripi varðveitt í rammgjörðum köstulum, eins er þessi forni kvæðabálkur Georgíumönnum þjóðlegur helgidómur; þegar ung kona er manni gefin, er hún á brúðkaupsdaginn sæmd kvæði Sotu Rústavelís að heiðursgjöf. Um allt kvæðið ómar undir niðri hljómur nýplatónskrar heim- 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.