Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 31
Hjalað við Medeu
hans sé víð'a ærið óskýrt og sturbutrulegt. En það ber þó að hafa hugfast
að Jóhannes Petrítsí vill með þessu leitast við að gera þjóð sinni sem full-
komnast vísindamál og menningar, algjörlega jafnkosta grískunni. Og má hér
minna á að um sama leyti og hann semur rit sín, hættir Davíð konungur
Agmosenebeli — en hans er getið hér að framan — að bera nafnbætur
býzanskra hirðmanna sem gert höfðu fyrirrennarar hans, og kallar sig nú
hlátt áfram konung Georgíu: Georgíumenn eru sérstök menningarþj óð, jafn-
okar Grikkja í hvívetna og öngra eftirbátar.
Mér hefur nú orðið tíðræddast um þá hlið gullskinnsins sem horfir í vestur-
átt móti hnígandi sól, að Grikklandi og Miklagarði. Hún kann að virðast
ívið grá stundum, og þau letur sem þar standa lesa nú líklega skjaldan aðrir
en málfræðisiðkendur; þó eru gamlar helgisögur enn í dag námsefni barna
í georgiskum skólum. En x vísindum þjóðarinnar skipa þessi fræði háan sess;
og læt ég mér duga að minnast á handritastofnun ríkisins í Tvflýsi, en þar
eru eitthvað 60—70 manna í fullkomnu starfi og vinna að því að gefa út
fornritin. hæði andleg og veraldleg.
En á þessu skinni voru er einnig önnur hlið, sú sem veit í austur móti rís-
andi sól, að Persalandi og fornum írönskum menntum, en þó einkanlega að
Georgíu sjálfri og Kákasusfj öllum gljúfrum skomum. Og þessi er einmitt
sú hliðin sem í sannleika er gulli sett. Og fyrir því munum vér nú Ijúka þessu
spjalli með því að leiða hana augum eitt andartak.
í lok lltu aldar hafði konungum af ætt Bagratíona — ermskri höfðingja-
ætt — auðnazt að leggja allt landið undir veldi sitt; um 1200. á dögum
Tamarar drottningar, stendur þetta ríki með mestum hlóma og víðemi þess
er þá meira en nokkru sinni fyrr eða síðar. Hér dafnar nú, við hirðir kon-
unga og lendra manna, hinn veraldlegi skáldskapur, riddarasögur og kurteis
kvæði, sprottinn af fornum fræðum kynstofnsins sjálfs og kyrfilega fágaður
að dæmi persneskrar málsnilldarlistar. Nú er ritum persneskra skálda snarað
á georgiska tungu, Konungasögum Firdásís, söguhókum Nízamís, sögu Gúr-
ganís af Yís og Ramín, Tristram og ísodd Persalands.
Og þó er það enn ótalið sem gullnast er alls hins gullna á þessu gullna
bókfelli: Sagan af garpinum í tígrisdýrsfeldinum. Eins og aðrar þjóðir eiga
sér gersemar og kjörgripi varðveitt í rammgjörðum köstulum, eins er þessi
forni kvæðabálkur Georgíumönnum þjóðlegur helgidómur; þegar ung kona
er manni gefin, er hún á brúðkaupsdaginn sæmd kvæði Sotu Rústavelís að
heiðursgjöf. Um allt kvæðið ómar undir niðri hljómur nýplatónskrar heim-
21