Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar er fylgdu Auguste Blanqui að málum, eða Proudhon, sem talinn er einn af höfundum stjórnleysisstefnunnar. Meðal nafnkunnra manna átti Proudhon án efa mestu fylgi að fagna í verkalýðsstétt Frakklands. Snemma árs var frönsk deild Alþjóðasambandsins stofnuð í París. Félagar deildarinnar hófu nú eirðarlausa starfsemi í nýstofnuðum verkalýðsfélögum, og var þar fremstur í flokki Eugéne Varlin. Og nú hófst verkfallsalda í Frakklandi, sem ekki átti sér sinn líka í sögunni. Vefarar og klæðskerar Parísar lögðu út í mikið verk- fall, en upp úr spruttu mikil málaferli gegn leiðtogum Alþjóðasambandsins. Árið 1869 hrast á í Creuzot geysivíðtækt námamannaverkfall, sem var brotið á hak aftur með hervaldi og sama ár er reynt að stofna allsherj arsamtök franskra verkamanna. En í pólitískum efnum höfðu þeir ekki enn sem komið var megnað að mynda sjálfstæð flokkssamtök. í kosningum 1857 höfðu verkamenn kosið fulltrúa lýðveldissinna og tryggt þeim mikinn sigur, sama máli gegndi í kosningunum 1863 og 1869. Að svo miklu leyti sem hægt er að tala um pólitísk samtök verkamanna þá áttu proudhonistar og blankistar í heiftúðlegri rimmu um stefnumál, en þeir fyrrnefndu máttu sín mest í deild Alþj óðasambandsins. Á síðustu misserum keisaradæmisins fór ólgan í landinu sívaxandi, æ oftar var hernum beitt til þess að bæla niður verkföll, á einum stað voru 14 menn drepnir í þessum átökum, á öðrum 13. í maímánuði var deild Alþjóðasam- bandsins bönnuð og margir félaga þess dæmdir í þunga fangelsisvist. Það var sýnt, að stoðir keisaradæmisins voru að bila. Og þegar styrjöldin við Prússland og önnur þýzk ríki brast á, þá var dauðadómurinn kveðinn upp yfir keisaraveldi Napóleons 3. Frakkland hafði síðan á 16. öld lagt sig fram til að afstýra því, að hin þýzku ríki sameinuðust í eina heild. Napóleon mátti horfa á það bólgnum augum, er Bismarck tyllti saman Norðurþýzka sambandinu undir forustu Prússlands í tveimur styrjöldum, fyrst við Dani, síðar við Austurríki. Þetta var persónulegur og pólitískur ósigur, sem Napóleon varð að sætta sig við, en hann þoldi ekki einn slíkan ósigur í viðbót ef hann átti að halda kórón- unni. Tilefni styrj aldarinnar var ofur ómerkilegt. Leopold prinsi af Hohen- zollern hafði verið boðin spánska krúnan. Franska stjórnin ætlaði vitlaus að verða, ef maður af prússnesku konungsættinni tæki konungdóm í landi, sem lá við suðurlandamæri Frakklands. Raunar afþakkaði prinsinn boðið að undirlagi Vilhjálms Prússakonungs. Konungur skýrði Bismarck frá viðræðum sínum og franska sendiherrans í símskeyti, sem kennt er við borgina Ems í Þýzkalandi. Bismarck falsaði skeytið og afhenti það blöðunum svo lagað, að 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.