Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Side 40
Tímarit Máís og menningar
anir, lýöveldissinna og konungssinna, en öllum var þeim það sameiginlegt,
að þeir óttuðust verkalýðinn og hreyfingu hans. Parísarbúar, smáborgarar og
verkamenn, kröfðust þess af stjórninni, að í varnarstríði þjóðarinnar yrðu
allir kraftar nýttir og ekki farið að pólitískum skoðunum. Það var fyrir at-
fylgi Parísarbúa, að sjálfboðaherinn, Þjóðvarðlið borgarinnar, var aukinn
upp í 200 þúsundir manna. Til þessa hafði lið þetta verið valið til þjónustu úr
auðmannahverfum Parísar, en nú gengu verkamenn og smáborgarar í hinar
nýju herdeildir. Þjóðvarðliðið var vel vopnum búið, átti til að mynda tvö
þúsund fallbyssur, sem það hafði sjálft aflað sér. En ríkisstjórnin taldi, að
leiknum væri lokið við Þjóðverja og óttaðist mátt Þjóðvarðliðsins. Sú
skoðun varð æ almennari í París, að stjórnin sæti á svikráðum við þjóðina og
hygði á frið við Þjóðverja. í umsátrinu óx neyðin og atvinnuleysið í París.
Áhrif hinna byltingarsinnuðu samtaka fóru ört vaxandi og Blankistar reyndu
tvisvar að hefja uppreisn, seint í október og 22. janúar 1871. Verkamenn
stofnuðu nú með sér ný samtök, eftirlitsnefnd í hverju hinna 20 umdæma
Parísar, en þar við bættist svokölluð „miðnefnd hinna 20 umdæma“. Þessi
miðnefnd gaf út stefnuskrá, og var þar krafizt kosinnar borgarstjórnar,
fundafrelsis, prentfrelsis, skömmtunar á matvælum, hervæðingar fólksins.
Þá var það ekki veigaminna, að Þjóðvarðliðið setti á stofn miðnefnd, sem
skipuð var að mestu verkamönnum og smáborgarafólki. Hún lýsti yfir því
stefnumarki, að afstýra hverri tilraun til að velta lýðveldinu, og gæta hags-
muna Þjóðvarðliðsins.
En umsátrinu hélt áfram. Þegar París varð að gefast upp 28. jan. 1871, þá
var það sulturinn sem réð úrslitum, en ekki prússnesk vopn. Þýzki herinn
þorði ekki að hernema París, hershöfðingjarnir kunnu vel að meta skotfimi
ihúanna, og aðeins í 3 daga hélt þýzki herinn nokkrum hluta borgarinnar
hernumdum og var það reyndar meira til að sýnast og metta þýzka hégóma-
dýrð. Meðan á umsátrinu stóð fékk franska rikisstjórnin safnað saman herj-
um, en herstjórn var léleg og loks komust valdhafarnir að þeirri niðurstöðu,
að ekki væri annarra kosta völ en semja vopnahlé. Bráðabirgðafriðurinn var
undirritaður í Versölum. Adolphe Thiers, gamall stjórnmálarefur, samdi við
Bismarck fyrir hönd Frakklands. Það varð að ganga að afarkostum: selja
Elsass-Lothringen af hendi til þýzka keisaradæmisins og greiða 5 milljarða
gullfranka í stríðsskaðabætur.
Þegar vopnahléð var gert 28. janúar var Þjóðvarðliðinu leyft að halda
vopnum sínum. En 28. febr. 1871 þegar undirritaður var bráðabirgðafriður
ætlaði franska herstjórnin að framselja fallbyssur Þjóðvarðliðsins í hendur
30