Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar fylkt hinum sundurleitu stríðandi flokkum Þjóðfundarins, tryggt sér stuðning frá hægri og vinstri. Atburðirnir þann 18. marz 1871 virðast ekki hafa orðið fyrir skipulegar atgerðir neinna samtaka. Þeir hafa orðið af sjálfu sér. Það var aðeins einn aðili í París, sem nú gat tekið að sér að stjórna rás viðburðanna: miðnefnd Þjóðvarðliðsins. Þegar á daginn leið hófst nefndin handa og kom til fundar einni stundu fyrir miðnætti í ráðhúsi borgarinnar, þar sem fyrrum hafði verið miðstöð hinnar miklu frönsku byltingar. Það kvöld ákvað miðnefnd Þj óðvarðliðsins að taka völdin í sínar hendur til bráðabirgða en bíða úrslita kosninganna til kommúnunnar. Þá voru flestar opinberar byggingar á valdi miðnefndarinnar. Yfir ráðhúsi Parísar hlakti fáni verkalýðsins — rauði fáninn. Og nú horfðust þær á, konungsborgin Versalir, tákn franskra valdastétta um aldir, og París, borg uppreisnanna, vagga allra byltinga í sögu Frakklands. Tvær borgir, tvær stéttir bjuggust til hólmgöngu, sem háð var í 73 daga, en lengri urðu ekki ævidagar Parísarkommúnunnar. II. Þremur árum eftir viðburðina í París 1871 skipaði franska þingið nefnd til að rannsaka hin válegu tíðindi og leitaði vitnisburðar meðal þeirra, sem höfðu tekið þátt í leiknum. Adolphe Thiers var að sjálfsögðu höfuðvitni frammi fyrir rannsóknarnefndinni. í febrúar 1871 hafði honum verið falið framkvæmdavald ríkisstjórnarinnar og enginn annar maður bar meiri á- byrgð á rás viðburðanna í Frakklandi en hann. í hinni pólitísku kreppu á öndverðu ári 1848 hafði Filippus af Orléans skipað Thiers forsætisráðherra, en febrúarbyltingin feykti þeim báðum úr hásæti og ráðherrastóli. Hann minntist þess jafnan með mikilli heiskju og var haldinn ofstækisfullu hatri á byltingunni. Frammi fyrir rannsóknarnefnd franska þingsins gerði hann grein fyrir flótta sínum og stjórnarvaldanna til Versala og gat þá ekki annað en minnzt atburðanna 1848. Honum fórust svo orð: „Þann 24. febrúar 1848, er viðburðarásin var orðin ískyggileg, spurði konungur mig, hvað til bragðs skyldi taka. Ég svaraði honum svo, að óhj ákvæmilegt væri að hverfa frá París, en halda síðan aftur inn í borgina með 50 þúsund manna her undir forustu Bugeaud marskálks — og minntist þess þá um leið, að Windisch- grátz hershöfðingi hafði hörfað frá Vínarborg um stund, en síðan haldið aftur inn í borgina og tekið hana herskildi ... Nú, árið 1871, var ég ráðinn í að 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.