Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 44
Tímarit Máls og menningar
miðnefndarmönnunum, Ranvier, skrautlistarmálari að atvinnu, en blankisti
að skoðunum, ávarpaði mannfj öldann: „Hjarta mitt er svo fullt gleði, að ég
get ekki haldið langa ræðu. Leyfið mér aðeins að þakka alþýðu Parísar fyrir
það stórkostlega fordæmi, sem hún hefur nú gefið heiminmn. í nafni þjóðar-
innar, kommúnan er stofnuð!“
Franskur maður, G. Mandé, sem var þar viðstaddur, en raunar enginn að-
dáandi kommúnunnar, lýsti síðar þessari stundu með svofelldum orðum: „Ég
er ekki stj órnmálamaður, heldur áhorfandi sem sér, heyrir og þreifar á. Ég
var staddur á torginu fyrir framan ráðhúsið þegar lesin voru upp nöfn
kommúnumannanna og er ég skrifa þessar línur orkar þessi stund mjög á
mig. Hve margir skyldu þeir hafa verið? Hvaðan voru þeir komnir? Frá öll-
um hverfum borgarinnar. í hliðargötunum stóðu í þéttum fylkingum vopn-
aðir menn, flugbeittir byssustingir glóðu í sólskininu, því líkast að eldingar
í þúsundatali titruðu á torginu.
Fyrir miðju torginu var komið fyrir hápalli, að baki gnæfði myndastytta
lýðveldisins og bar á höfði frýgverska húfu... Hljómsveit hersins leikur mars-
ejesinn og allur mannfjöldinn tekur undir. Allt í einu kveða við þórdunin:
úr fallhyssu. Söngurinn hækkar, og fallbyssudrunurnar heyrast ekki fyrr en
söngurinn hættir. Fagnaðarlæti hins óteljandi manngrúa yfirgnæfa allt og
allir þessir menn eiga sér aðeins eitt hjarta og eina rödd.“
Þennan sama dag sagði miðnefnd Þj óðvarðliðsins af sér og afhenti völdin
kommúnunni. Nefndin lýsti því um leið yfir, að kommúnan væri hin eina
löglega stjórn, en sjálfri sér ætlaði hún það hlutverk eitt að vernda kommún-
una og endurskipuleggja Þjóðvarðliðið.
Hinir 90 borgarráðsmenn, sem kosnir voru í kommúnuna 26. marz týndu
bráðlega tölunni: 15 auðborgarar sögðu sig svo til strax úr ráðinu og aðrir
heltust úr lestinni af ýmsum ástæðum. Hinn 16. apríl þurfti að kjósa 21
mann í þau sæti borgarráðsmanna, sem stóðu auð. Að ytra borði var komm-
únan aðeins borgarráð Parísar, en sjálf taldi hún sig einnig vera þjóðsam-
komu og ríkisstjórn og hagaði starfsemi sinni samkvæmt því. Hinn 29. marz
samþykkti kommúnan að skipa tíu stjórnarnefndir, en hver þeirra starfaði að
hætti ráðuneyta. Allar voru nefndir þessar eingöngu skipaðar mönnum
kommúnunnar, en þeir störfuðu eftir sem áður í kommúnuráðinu. Meðal
þessara nefnda má nefna framkvæmdanefndina, fjármálanefndina, öryggis-
málanefndina og utanríkismálanefndina, og ber sú síðastnefnda því greinilega
vitni, að kommúnan taldi sig ekki vera einskæra borgarstjórn. Nefndir þess-
ar skyldu þó ekki vera sjálfráðar: dag hvern áttu þær að gera kommúnunni
34