Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 47
Parísarkommúnan landsbanka 41 milljón franka í sama mund og Thiers gat gefið út ávísanir fyrir 250 milljónir franka á þessa miklu miðstöð hins franska fj ármálalífs. Frammi fyrir fjárhirzlu Frakklandsbanka guggnaði kommúnan og hefði þó þjóðnýting hans getað haft ófyrirsj áanlegar afleiðingar. Saga kommúnunnar er þó ekki nema að litlu leyti saga friðsamlegrar iðju. Hún er framar öllu stríðssaga. Parísarkommúnan varð til í hemumdu landi og raunar án blóðsúthellinga, en líf sitt varð hún að verja alla ævidaga sína með vopnum. Miðnefnd Þjóðvarðliðsins hafði gert duglausan sjóliðsforingja, Lullier að nafni, að yfirherforingja. Hann lét undir höfuð leggjast að her- nema virki borgarinnar, Mont Valérien, í vestri, en frá þessu virki mátti ráða veginum til Versala. Herdeildir Versalamanna náðu því fljótlega á sitt vald. Lullier var vikið frá völdum, og nú tóku menn úr kommúnunni við yfirstjórn hersins, sumir þeirra höfðu enga hemaðarþekkingu. Einn var þó hermaður að mennt og heita má að atvinnu, Cluseret að nafni, og hann tók sér fyrir hendur að skipuleggja Þjóðvarðliðið sem regluhundinn orustuher. Thiers hafði ekki verið aðgerðalaus hinar fyrstu vikur kommúnunnar. Samkvæmt vopnahléssáttmálanum mátti Frakkland ekki hafa nema 40 þús- undir manns undir vopnum. En Thiers fékk talið Bismarck á að láta af hendi franska stríðsfanga og að lokum taldi herinn í Versölum 130 þúsundir manna. Þar var hann þjálfaður til götubardaga, þar sem engin grið voru gefin. Hinn 2. apríl tókst Versalahermönnum að taka til fanga herflokk einn frá París, sem sendur hafði verið í njósnarför. Þeir voru allir skotnir. Vegna þessa atburðar voru farnar miklar hópgöngur í París og þess krafizt, að sókn yrði hafin til Versala. Miðnefnd Þjóðvarðliðsins ákvað næsta dag að fara herför gegn Versalahernum, en Cluseret neitaði að taka á sig ábyrgðina. Her- deildir Parísar héldu til Versala þann 3. apríl, en voru mest stráfelldar, hraktar á flótta eða umkringdar. Foringjarnir, þeir sem náðust, voru skotnir án dóms og laga. Frá þessum degi voru Versalahersveitirnar í nær látlausri sókn. Þann 18. apríl höfðu þær tekið þrjár útborgir Parísar í norðvestri. Herstjórn kommúnunnar fór æ meir í handaskolum, Þjóðvarðliðið og mið- nefnd þess lá í látlausum deilum við herforingja kommúnunnar. Af hermönn- um þeim sem kommúnan átti á að skipa voru um 80 þúsundir undir vopnum, en liðinu fækkaði dag hvern og þegar lokabardagarnir hófust taldi herinn að- eins 15 þúsundir manna. Síðasti foringi kommúnuhersins var Delescluze, hinn aldraði Jakohíni, maður farinn að heilsu og fékk ekki við neitt ráðið, enda lítt kunnandi til herstjórnar. Hvert horgarvirkið af öðru féll í hendur 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.