Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 64
Tímarit Máls og menningar TVískinnungur og menningarlegt rótleysi varð samfara upplausn miðalda- samfélagsins um leið og sá commercialismi, sem frumkvöðlar samvinnustefn- unnar og sósíalisma hérlendis, þingeyskir bændur, töldu einkenna öldina, náði hér fótfestu. Andstæðingar óhefts kapítalisma hér á landi vitnuðu gjarn- an í þjóðlegar erfðir og dyggðir, sem andstöðu við hann og þótt þessar erfðir og dyggðir væru mörgum óljósar þá skynjuðu landsmenn þær sem blund- andi afl í eigin undirvitund, en þær voru arfleifð útópískra trúarkenninga miðaldakirkjunnar. Þessi arfleifð varð samsvari þeirra félagslegu hreyfinga, sem gætti hérlendis í samvinnufélagsskap og sósíalisma, en þær hreyfingar voru samofnar fram á þriðja áratug tuttugustu aldar. Tímaskekkjunnar gömlu gætti hér í sambandi við kviknun borgarastétt- arinnar, sú stétt bar í sér ýmis hnignunarmerki í Evrópu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar, en hin nýja stétt hérlendis miðaði aðgerðir sínar og umsvif við aðstæður, sem voru nú víðast hvar orðnar hálfri öld á eftir Evróputíma, sbr. allt tal blaðaskrifara um frjálsa og óhefta samkeppni á dögum hringa- myndana og heimsvaldastefnu. „Hinn argasti commercialismus er að hreiðra um sig hjá okkur, flúinn hingað undan hinum nýju félagslegu hreyfingum meðal annara þjóða til þess hér á hala veraldar að framdraga snýkjudýralíf sitt á okkur í næði fyrir nýjum hugsjónum. Og blaðskrumarar hrópa hósi- anna! Við erum að evrópiserast!“ Þannig skrifaði Benedikt á Auðnum 1903. Fossamálið varð einn prófsteinninn á styrkleika þjóðlegrar samstöðu og í því máli birtist tíðarandinn skarpast í fossakvæðum skáldanna þriggja. Það er eftirtektarvert að þjóðrembings gætir einkanlega meðal þeirra afla sam- félagsins, sem tengdust voru evrópsku hagkerfi og auðhyggju, sem var and- stæða við þjóðernisvitund- og kennd ungmennafélaganna í fyrstu, en þau hefjast um þetta leyti og vöktu upp pólitíska vitund meðal almennings. Stjórnmálabaráttan var tengd afstöðu manna til sjálfstæðismálsins, og á fyrsta áratug aldarinnar varð hluttaka almennings um þau málefni almennari en áður einmitt fyrir tilstuðlan ungmennafélaganna. Áhrif blaða og stjórn- málamanna verða einnig meiri. Því meir sem bæir eflast því meira eykst efnahagslegt og menningarlegt misræmi milli sveita og bæja, innflutt kapítalískt hagkerfi og landaurabú- skapur í upplausn hlutu að stangast á, mórallinn var annar, efnahagsleg nauðsyn nýrrar stéttar sat í fyrirrúmi, nytsemdarsjónarmiðið réð stefnunni, en það kom meðal annars fram í afnámi grískukennslu í Lærða skólanum og samdrætti latínunáms, en með þeim ráðstöfunum hófst niðurkoðnun æðri menntunar hérlendis. í skáldskap áranna eftir aldamótin gætti bæði áhrifa 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.