Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 66
Tímarit Máls og menningar arinnar var 811, þegar kemur fram um 1920, sölutregða og lækkað verð afurða ásamt samdrætti framleiðslunnar einkenndu hagkerfið fyrstu ár þriðja tugarins. Vantrú á hagkerfið gerði jafnvel vart við sig hérlendis. Svartsýni og trega tók að gæta í bókmenntum og komu þar til áhrif frá impression- ismanum og symbolistum. Þessa gætti einkum fyrst í stað meðal þeirra íslendinga, sem nánust tengsl höfðu við menningarstrauma samtíðarinnar, sem bárust hingað til lands frá Kaupmannahöfn á öðrum og þriðja tug aldarinnar. Danskan var sú tunga, sem lesin var hér að nokkru ráði. Tak- markaður markaður hérlendis varð til þess að nokkrir íslenzkir höfundar tóku að skrifa á dönsku og norsku og settust að á Norðurlöndum, en áhrif þeirra flestra á íslenzkar samtíðarbókmenntir urðu minni en áhrif þeirra skálda, sem brydduðu upp á bókmenntalegum nýjungum heima fyrir. Þeir höfundar, sem nálgast íslenzka samtíð mest í skáldsögum sínum eru Guð- mundur Magnússon (Jón Trausti) og Einar H. Kvaran á fyrstu áratugum aldarinnar. í lok fyrri heimsstyrjaldar var nokkur breyting orðin á samfélaginu úti hér miðað við það sem verið hafði um aldamótin. Fólki hafði stöðugt fækkað í sveitum en fjölgað í hæjum og þorpum. Verkaskiptingin var nú breytt til þess horfs sem samræmdist kapítalísku hagkerfi. Þessu fylgdi stéttaskipting, án þess þó að á væri komin menningarleg stéttaskipting, þrátt fyrir efnalegt og menningarlegt misræmi milli sveita og bæja. Upp úr 1920 myndast forsendur að nýrri flokkaskiptingu meðal þjóðar- innar, flokkaskiptingin, sem byggði á afstöðunni til sjálfstæðismálsins, er úr sögunni eftir 1918. Þrenn stjórnmálasamtök mynduðust, samtök kaup- sýslumanna og útgerðarmanna, samtök bænda, og verkalýðssamtök. Fyrst í stað náðu samtök kaupsýslumanna meirihluta meðal þjóðarinnar, en brátt kom að því að samtökum bænda óx svo fiskur um hrygg í tengslum við samvinnuhreyfinguna að þau náðu meirihluta ásamt verkalýðssamtökunum. I stjórnmálabaráttu þessara ára kom glöggt í ljós sú tortryggni sem lands- menn og þá einkum þeir til sveita báru gagnvart kaupsýslu, kaupmaðurinn var að margra áliti, ótíndur þjófur, jafnvel þótt íslenzkur væri. Ýmsir hafa viljað tengja þessa inngrónu andúð á kaupsýslu einokunartímabilinu, en þessi kennd er mun eldri, hún á rætur sínar að rekja allt til miðalda og á sitt upphaf í kenningum miðaldakirkjunnar, sem áleit gróðafíkn og peninga- græðgi dauðasynd. Kapítalískt hagkerfi og peningakerfi sem því fylgdi var tortryggt og allir tilburðir í þá veru. Ýmiskonar ævintýramennska í kaup- sýslu eftir stofnun íslandsbanka varð til þess að efla andúðina. Heimóttar- 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.