Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 67
Arftakar miðaldamórals háttur nokkurs hluta borgarastéttarinnar í samskiptum við erlenda kaup- sýsluróna, svo sem Balkanbaróninn varð heldur ekki til þess að vekja traust á stéttinni. Eftir uppkomu öflugrar samvinnuhreyfingar og samruna hennar við póli- tísk samtök bænda átti borgarastéttin í vök að verjast, allt þar til borgaraleg öfl náðu undirtökunum í þeim félagsskap. Kreppan jók á stéttaandstæðurnar í íslenzku samfélagi og varð til þess að auka andstöðuna við hagkerfi og gerð þess samfélags, sem var að mótast. Sósíalisminn orkaði nokkuð á hugi ýmissa menntamanna hérlendis um aldamótin, en þjóðfélagslegar forsendur hans voru ekki fyrir hendi um það leyti, það var ekki fyrr en á þriðja ára- tugnum að jarðvegur hafði myndast fyrir pólitíska baráttu sósíalista. Undan- fari þeirra átaka, sem hefjast í kreppunni, má greina nokkru áður í íslenzkum bókmenntum, andúðina á hinu nýja hagkerfi og þjónustusemi kirkjunnar við það. Bréf til Láru Þórbergs Þórðarsonar kom út 1924 og var ákaflega frábrugðið þeim bókmenntum, sem þá og lengi síðan áttu helzt upp á pall- borðið með þjóðinni. Nýrómantísk skáld eins og Davíð Stefánsson og Stefán frá Hvítadal tjáðu andrúmsloft í kvæðum sínum, sem varð mjög vinsælt með þjóðinni. Báðir þessir menn voru tengdir hinu gamla samfélagi, þótt þeir yrðu skáld borgarastéttarinnar öðrum þræði. Með kreppunni hófst annars konar söngur. Þá gein við vanmegnan hins kapítalíska hagkerfis og draumurinn um framfarir og velmegun var allur, hungur og harðrétti varð hlutskipti fjöldans í flestöllum löndum meðan mat- væli voru brennd til þess að halda verðinu uppi á heimsmarkaði. Við þær aðstæður jókst þeim stefnum fylgi, sem höfðu talið hagkerfið spillt og sjúkt. Meðal þeirra voru róttækir vinstri flokkar og áhangendur þeirra, mennta- menn, rithöfundar og skáld, sem voru margir hverjir fremstu höfundar sam- tímans. Hérlendis ráðast íslenzkir höfundar gegn borgaralegu þjóðskipulagi og borgarastéttinni, gegn fégræðgi hennar og síngimi, afkáraskap í menn- ingarmálum og heimóttarhætti. Þeim var mjög gjarnt að tala um óspillta alþýðu, sem andstæðu við þau borgaralegu afskræmi, sem þeir sýndu í ritum sínum. Inntak þess mórals, sem þeir aðhylltust svipaði mjög til sam- félagsmórals þjóðsögunnar. Fylgi róttækra flokka jókst hérlendis sem annars staðar og fordæming þeirra á peningavaldinu samræmdist mati meginhluta þjóðarinnar frá fornu fari. Sósíalisminn hérlendis verður arftaki siðgæðis- mats íslenzks miðaldasamfélags og sá í því fólki, sem ósnortnast var af borg- aralegum áhrifum, sína manngildishugsjón. Spillingarleysi alþýðunnar var 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.