Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 77
Um íslenzk þjóðlrœSi segir í bók sinni íslenzkir þjóðhættir1 frá Hannesi nokkrum auknefndum roðauga, sem kunni að minnsta kosti stórt hundrað sagna. Enginn varð til þess að sitja yfir karlinum í þaula og skrá eftir honum, enda hefur verið ljósmetislítið í sjóbúðunum, sem hann sagði þær helzt í. Einar Ól. Sveinsson2 hefur bent á, að Páll Pálsson, seinna alþingismaður, hafi skráð sextíu sögur, þar af tuttugu og sex ævintýri og skemmtisögur, eftir niðursetningskerling- unni Guðríði Eyj ólfsdóttur, þegar hann var innan við fermingu. Þetta er nokkur raunabót, en varla býst ég við, að frásagnarlist Guðríðar hafi fengið að njóta sín til fulls, en „frásögnin er í gagnorðasta lagi, nærri því fátækleg", eins og Einar Ól. Sveinsson kemst að orði. Það var óbætanlegur skaði, að helztu og beztu þjóðsagnasafnarar á 19 öld og fyrri hluta þessarar aldar skyldu ekki skrá allar sögur, sem nokkrir sjófróðir sagnamenn kunnu. Þeir voru þá til í hverri sveit einn eða fleiri og kaupstöðunum líka. Sé safn Jóns Árnasonar athugað virðast víðast hvar oftast hafðar fáar sögur eftir hverjum heimildarmanni. Við lauslega athugun hefur mér virzt, að hálfur annar tugur sé mjög sjaldgæfur, en eftir Hólmfríði Þorvaldsdóttur eru þó skráðar tuttugu og Sigurði Guðmundssyni málara 31. Ástandið batnaði ekki mjög á þessari öld. Þó skráði Þorsteinn Erlingsson sagnir eftir Jakobi Aþanasíusarsyni og eru þær 51 að tölu. Þar er þó sá hængur á, að engin ævintýr eru í þessu safni, heldur draugasögur eða dulrænar sögur, nokkrar galdrasögur, sagnir af ýmsum viðburðum og ein huldufólkssaga. Safn þetta er merkilegt, vegna þess hve mikið er vitað um Jakob, og það sést líka sæmilega glöggt, hvernig sagnaforði hans hefur skapazt og mótazt af skaplyndi hans og andlegu at- gervi, en honum er lýst svo, að hann hafi verið skyggn, fjarsýnn og fróðleiks- maður.3 Hins vegar er ekki vitað, hvort hann kunni annars kyns þjóðsögur eða þá ævintýri, og hver var afstaða hans til þeirra. Á síðustu árum hefur það verið stefnan að inna menn mjög grannt eftir sögum og jafnvel söguágripum, og oftast reynt að þurrausa þá eftir beztu getu og samvizku. Brýna þörf ber til þess að fara nú þegar að safna efni í rit um fróðustu sagnamenn okkar. Þar ætti að vera kominn saman allur sagnaforði þeirra auk alls þess, sem þeir kunna af öðrum fróðleik og ná- kvæmrar lýsingar á umhverfi þeirra. Þá þyrfti að rekja þar ævisögur þeirra, lýsa skaplyndi þeirra og lífsskoðun, og grafast sem bezt fyrir um það, hvenær menn lærðu sögurnar og af hverjum og hvers vegna eftir því sem þá rekur skást minni til. Ekki væri heldur ónýtt að fá að vita um uppáhaldssögurnar þeirra, hvaða sögur væru þeim tiltækastar og hver væri afstaða þeirra til þjóðtrúar. Þarna má ekki vanta lýsingar á frásagnartækni og stíl, — gott 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.