Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 79
Um íslenzk þjóðfrœSi
sóknir. Þegar því er lokið, er unnt að átta sig betur á þeim vandamálum,
sem menn hafa verið að glíma við hingað til og fitja upp á rannsóknum á
sérkennum hvers þj óðlagaflokks, sambandinu á milli þeirra og sameigin-
legum einkennum. Ekki mætti stíll einstakra söngvara og kvæðamanna verða
útundan. Þetta er erfitt verk, en þó vinnandi meðan hinir ágætu en öldruðu
söngvarar og kvæðamenn eru ekki orðnir raddlausir fyrir elli sakir. Við,
sem erum uppi nú á dögum, erum í hinni öfundsverðu aðstöðu að hafa bæði
fullkomin tæki til þjóðfræðasöfnunar og merkum þjóðfræðum að safna.
Það stoðar ekki að gráta gengna sagna- og kvæðamenn eða vísa á kirkju-
garðana, heldur leggja til þess fé og menn að safna og rannsaka.
Rannsóknirnar, sem ég hef minnzt á mjög lauslega, eru allflóknar, vegna
þess að varla hefur einni spurningunni verið svarað, þegar önnur gerir vart
við sig, og tíminn rekur á eftir. Það er augljóst, að þá er ekki ónýtt að geta
leitað til heimildarmannanna sjálfra og geta spurt þá spjörunum úr, því að
á það hef ég margrekið mig, að þeir vita auðvitað miklu meira um þessi
fræði en þeir halda sjálfir og geta oft á svipstundu gefið skynsamlega skýr-
ingu á mörgu, sem skrifborðsfræðimönnum gæti enzt til úrlausnar til dóms-
dags. Þessar rannsóknir mega aldrei verða vafasamar bollaleggingar eða
skólaspeki, heldur eiga þær að miða að því að færa þjóðsögurnar, þjóð-
kvæðin og þjóðlögin nær þeim, sem nú eru uppi og þeim, sem á eftir koma.
T ilvitnanir
1 íslenzkir þjóðhættir, Reykjavík 1934, bls. 245.
2 Um íslenzkar þjóðsögur, Reykjavík 1940, bls. 61.
3 Sagnir Jakobs gamla, Reykjavík 1933, bls. 4.
69