Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 81
Umsagnir um bœkur því að fyrstu spólunni var stillt á baðstofu- borðið á Hala og þar til myndin af Stein- þóri birtist á sjónvarpsskerminum ásamt hinni miklu spurningu, hvort hann svæfi hjá Steinku, framborinni af hinni elskuðu rödd Jóns Múla. — Stefán skrifar formála fyrir bókinni. — Tiigangur útgáfunnar er sá, að því er í formála segir, „að sýna, svart á hvítu, íslenzka frásagnarkúnst eins og hún gerist bezt á þessari öld“, og þar er lögð áherzla á það, að hér koma frásagnirnar „með öllum innskotum, endurtekningum, afturhvörfum“. Og þar með var felldur ör- lagaríkur dómur yfir þessari bók. Steinþóri má óhikað skipa í röð allra beztu sagna- manna okkar, en það er ekki fyrst og fremst vegna orðavals hans, hrynjandi stíls og setningaskipunar, heldur einhvers þægilegs seims í hljómfalli, undiröldu frásagnargleð- innar í raddblænum og alúðarhreimsins í garð frásagnarefnisins, hversu ómerkilegt sem það kann að vera. Þessir kostir lifa og hrærast í spólunni, en verða viðskila, þeg- ar orðin eru sett undir innsigli prentsvert- unnar, og við lestur bókarinnar rennur það upp fyrir manni, að frásögn Steinþórs fer hreint ekki vel á bókarsíðum, ef hvergi er fært til betri vegar. Skulu nú færð til nokk- ur dæmi, ef verða mætti til varnaðar þeim, sem kynnu að hafa hug á að taka upp stefnu Stefáns um bókagerð. 3. Bókin er látin bera heitið Nú-Nú, og hlýtur hún það af þeim kæk Steinþórs að hefja frásögn sína eða nýjan kafla henn- ar með tvöföldu meiningarlausu núi, sem verkar hressilega og viðkunnanlega á hlust- anda í kyrrð vetrarkvöldsins, en verður mjög sviplítið í rituðu máli. Þó eru önnur nú bókarinnar ennþá hvimleiðari. Þau er að finna jafnt í þátíð sem nútíð, liðinni tíð og ókominni. Ég tek nokkur dæmi og bið lesanda að athuga í eitt skipti fyrir öll, að leturbreytingar allar í tilvitnuðum setning- um eru mínar. „Nú skiptir það nú ekki meiri togum“ (bls. 128). „En ég treysti nú drengskap Halldórs það vel, að hann myndi nú ekki skilja mig eftir, þó ég drægist nú eitthvað aftur úr“ (bls. 273). „Og nú var það, nú var eftir að bjarga þessu heim. Og þá var það nú, að ýmsir stungu nú upp á Þórarni föðurbróður mínum helzt til þess, hann var nú svona frár á fæti, — að fara og ná í sleðann. En hann var nú alveg ófá- anlegur til þess, neitaði því nú þverlega" (bls. 130). Ekki nú meira um núin. En þau eru ekki einu dæmi þess, hvernig sú regla hef- ur leikið þessa bók, að sárhvert hljóð Stein- þórs verði að umgangast sem heilaga kú, sem ekki megi stjaka við. Það er eins og umsjónarmaður útgáfunnar hafi alls ekki áttað sig á því, að mismæli og smávegis tafs í setningaskipan þarf ekki að neinu ráði að spilla fjörlegri frásögn, það gleym- ist á svipstundu í líðandi straumi frásagn- arinnar. En sams konar gallar geta verið alveg óþolandi í prentuðu máli. Það eru fleiri orð en nú, sem koma fyrir með svo stuttu millibili, að stór lýti eru að: „Stutt lög entust þá ekki eins, eins og ef maður gat legið nærri fjörunni“ (bls. 234). „Ekki man ég nú, hvað kom í hlut, en það var fjandi mikið, sem kom í hvers hlut. Það er nú eiginlega galli að muna ekki, hvað sekkirnir voru margir, sem komu í hlut“ (bls. 283). Þá er tafs hvers konar hirt orði til orðs: „Þá upplýstist það, að þeir eru báðir farnir af staðnum, höfðu báðir orðið eitthvað illa fyrirkallaðir, það er að segja báðir farnir af staðnum á þann hátt, að þeir voru ekki sjáanlegir fyrir augum gestanna“ (bls. 181). „Jökulsá, hún klauf fjöruna frá útfalli sínu að fjörunni og langt aust- ur eftir, ranghalaði sig, eins og við mund- um orða það, soleiðis að — mikið af — eiginlega öll varan, sem þarna var rekin 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.