Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 120
Tímarit Máls og menningar hann þess í stað á flótta frá raunveru- leikanum inn í einhvers konar drauma- land þar sem allar stéttaandstæður eru upphafnar, og þjóna þar með ráðandi stétt og hugmyndafræðilegri kúgun í hennar þágu. Snjólaug Bragadóttir og verk hennar Af mjög fróðlegum athugunum m. a. á upplags- og sölutölum bóka, sem Olafur Jónsson birti í Vísi1 2 fyrir nokkrum ár- um, kemur í ljós, að undanfarin ár hef- ur sölumunur hérlendis mjög skerpst á „afþreyingarsögum" og „alvarlega stíl- uðum bókmenntum". Niðurstöður hans koma heim og saman við útlánaskýrslur bókasafna þar sem meðal vinsælustu höfunda eru Cavling, Alistair MacLean, Sven Hazel og Snjólaug Bragadóttir. Snjólaug hefur nú sent frá sér sex bækur á jafnmörgum árum,- Sjálf lítur hún á sig sem afþreyingarhöfund. í við- tali við Morgunblaðið 19. nóv. 1972, skömmu eftir útkomu fyrstu bókarinn- ar, Næturstaðar, segir hún m. a.: „Mér er alveg sama hvað verður sagt. ... En ég vona bara að ekki verði farið út í að gagnrýna bókina mína bókmenntafræðilega. Því hún er hvorki hugsuð né ætluð sem bók- menntaverk. Hún er skrifuð fyrir venjulegt fólk á venjulegu máli og ég tel mig ekki hafa verið að stefna að einhverju háleitu markmiði." 1 Sjá Vísi 16. og 18. okt. 1973 og 7., 9, 12. og 14. júní 1975. 2 Örn og Örlygur: NteturstaÖur 1972, Ráðskona óskast í sveit 1973, Allir eru ógiftir í verinu 1974, Holdið er torvelt að temja 1975, Enginn veit hver annars konu hlýtur 1976 og Lokast inni í lyftu 1977. í útvarpsviðtali sl. haust ítrekar hún þessa afstöðu og bætir við að hún hafi ekki neinn boðskap fram að færa utan þann að lýsa venjulegu fólki. En segja má að margur hafi nú ætlað sér minna. Eg ætla nú að gefa lítils háttar gaum að umfjöllun Snjólaugar á „venjulegu fólki“ og athuga einkum tvennt: a) hvers konar hugmyndafreeði hirtist i söguþnsðinum, b) hvernig hugmyndafreeði hirtist dul- búin t. d. í afstöðu til kynja og lífs- skilningi. Allar eru sögur Snjólaugar skrifaðar í hefðbundnu, epísku formi með kynn- ingu í byrjun bókar, vandamálahnút um miðbikið og lausn í bókarlok. Boðskap- urinn sem felst í lausninni er ótvíræður — lausnin er svar bókar við vandamáli og því er hún mikilvæg fyrir heildar- áhrif bókarinnar á lesandann. Söguþráð bókanna má draga saman eitthvað á þessa leið með hliðsjón af aðalpersón- unni: ung, útivinnandi, fjárhagslega sjálfstæð stúlka fyllist lífsleiða og ein- manakennd. Hún kynnist karlmanni og eftir margs konar misskilning og mót- læti, sem að mestu leyti skapast af því að viðkomandi aðilar tala ekki saman, gerir hún sér grein fyrir að líf hennar er einskis virði án hans. I bókarlok leið- réttist misskilningurinn meira og minna af tilviljun, þau ná saman, ákveða að stofna heimili og allt er harla gott. I þessu felst sú hugmynd að „venju- legar“ stúlkur eigi aðeins við tilfinn- ingaleg vandamál að etja, þ. e. líf þeirra öðlast ekki tilgang fyrr en þær hafa fundið hinn eina rétta. Fjárhagslegt sjálfstæði og atvinnuöryggi hafa í raun- inni aðeins tómleika í för með sér, eru einskis virði, ef stúlkurnar fá ekki útrás fyrir „eðli“ sitt í hinu hefðbundna hlut- verki eiginkonu og móður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.