Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 13
Ádrepur laus. Fjöldinn er greinilega orðinn hættulegri en áður, eða ekki eins líklegur til að sætta sig við valdaleysið. Island er engin undantekning hvað þetta varðar. Þrátt fyrir miklar efnalegar framfarir eru launaþrælarnir æði langt frá því að stjórna sér sjálfir, ef til vill fjær því en þeir voru fyrir stríð. Brauðinu hefur að nokkru verið stungið uppí þá um leið og samtök þeirra hafa runnið í bland við valdastofnanir ríkjandi skipulags. Þar með er ekki sagt að þeir sætti sig fullkomlega við að vera ævinlega þolendur og móta ekki lífsskilyrði sín nema að mjög takmörkuðu leyti. Oánægjan tekur á sig margvíslegustu myndir, allt frá síauknum kröfum um meira brauð og meiri leiki til vinnufælni og flótta inní einkalíf og vímugjafa. A bakvið sinnulítið samþykki fjöldans við núverandi ástand er að finna vaxandi óbeit á því. Sökum þess að gamlar og notadrjúgar goðsagnir eru ýmsar að ganga úr sér, verður það nú valdastéttinni erfiðara en áður að beina þessari óbeit i „rétta“ átt. Launavinnan er til dæmis ekki lengur göfgandi dyggð heldur aðeins ill nauðsyn. Þjóðarhagur er ekki lengur sá óbrigðuli kökuhjálmur sem hægt er að skella yfir stríðandi hagsmuni. Og þingræðið verður því gegnsærra sem það verður aug- ljósara að fólk hefur í raun ekki um neitt að kjósa — „Þetta er allt sama súpan,“ allir flokkar hernámsflokkar, allir fylgjandi status quo, mestalagi að þeir séu ósammála um hvað kjaraskerðingin eigi að vera mikil. I stjórnarkreppunni svokölluðu hér um áramótin átu valdasprotarnir það hver út úr öðrum að „Alþingi hefði sett niður,“ „hætta væri á að Alþingi glataði virðingu þjóðarinnar" og svo framvegis. Þetta voru hreinskilnar játningar, mennirnir voru einlæglega hræddir um að fólk gæti nú farið að draga ályktanir af þessum skrípaleik, jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að þingræðið og flokkakerfið væri húmbúkk, til þess ætlað framar öðru að sannfæra það um að það réði einhverju, hefði völd. „Hættan“ er raunveruleg. Hugmyndin um skrípaleikinn hefur náð að festa rætur. Að goðsögninni um lýðræðið mun valdastéttin því hlúa sem best hún getur. Engin goðsögn önnur er henni eins veigamikil. Um leið og fjöldinn sér og viðurkennir að hann ræður engu er fjandinn laus. Einn þátturinn í þessari aðhlynningu og sá spaugilegasti er nú að komast í algleymi. Eða einsog einn forsetaframbjóðandinn sagði: „Við lifum í lýðfrjálsu landi þar sem það er sjálfsagt að þjóðin kjósi sér þjóðhöfðingja. í slíkum kosningum má að sjálfsögðu búast við nokkrum hita.“ Ef það er rétt að við lifum í lýðfrjálsu landi, hvers vegna kýs þjóðin þá aldrei um meginmál, eins og eign framleiðslutækjanna, áframhaldandi launavinnu eða 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.