Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 19
Fyrsti maí 1 974
þær línstroknu lífi þeirra, svo ekki sé talað um siðgæði þeirra og kristindóm. í
öllum borgum var her og lögregla höfð til taks, byssuglaðir þjónar kunnu sér
ekki læti og beittu þeim tækjum sem höfðu verið leikföng þeirra frá æsku. Viða
um Evrópu lágu lík verkamanna, fórnarlömb pólitískrar móðursýki og yfir-
stéttargrimmdar, en engin bylting brast á, enda hafði það aldrei verið ætlun
þeirra er að þessúm aðgerðum stóðu að stofna til slíkra tíðinda. Þeir vissu mæta
vel að þjóðfélagsbylting verður ekki gerð með því einu að ganga fylktu liði um
strætin og syngja byltingarsöngva. Síðar hefur valdstéttunum farið dálítið fram
í vitsmunalegu tilliti og stundum finnst manni ótrúlegt hve langt er hægt að
teygja ógreindan hund á veg þroskans.
Fyrsta maígangan var stofnuð til þess að ná einu sameiginlegu markmiði. Til
þess var aðeins eitt nauðsynlegt: eining — samfylking. Ekki tvístrun. Ekki
pukurslegt nagg. Ekki hreppslegt puð um það hvar koma ætti niður sveitar-
ómaga. Hér þurfti heiðarlega og einlæga rökræðu um það sem skipti máli.
Menn þurftu að skilja og skynja hvað i húfi var og ganga síðar að dagsverkinu.
Menn þurftu að ganga að þessu sem heild, skipuleg heild, en ekki eins og
hræddur og tvístraður rolluhópur eltur af hundum.
Svo sem þið megið sjá er ég maður nokkuð við aldur. Eg var strákur í skóla
þegar ég gekk fyrst í kröfugöngu 1. maí hér í Reykjavík. Eg held það hafi verið
1927. Við vorum ekki ýkja mörg. Við vorum nefnilega hávær minnihluti, við
sungum byltingarsöngva, því einhvernveginn þurftum við að láta bera á okkur.
En á gangstéttunum var áreiðanlega meirihlutinn. En það var ekki hinn frægi
þögli meirihluti sem nú fer svo mikið orð af. Það var ekki þetta hljóðláta
blíðlynda fólk, sem hefur að vísu komist til meðvitundar, en hefur ekki enn lært
að tala. Það telur sig þess vegna meðal málleysingjanna í landinu og heimtar að
það heyri undir dýraverndunarlögin. Eg vona að Dýraverndunarfélagið taki að
sér málstað þessa fólks á næsta aðalfundi, þegar minkur, silungur, lamb og
sólskrikja verða á dagskrá.
íslendingar!
Á þessum fyrsta maídegi eru liðnar ellefu aldir frá upphafi Islandsbyggðar.
Það er mikið ár. Afmælisdagurinn verður æði langur, 365 dagar (ég vona það
verði ekki hlaupár). Hófið er þegar byrjað. Við héldum Þjóðhátíðarálfabrennu
sem varð að vísu að fresta vegna óveðurs, en svo stytti upp og nú er kösturinn
brunninn, guði sé lof.
En mér frnnst að hátíðisdagur íslensks verkalýðs sé ekki lítill þáttur í ellefu
hundruð ára þjóðhátíð 1974. Við söfnuðumst öll heils hugar við bálköstinn á
iþróttavellinum, heil þjóð og óskipt. Og síðan gengur 1. maí í garð, dagur hins
9