Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 23
Mannleg markmið — handa hverjum á mannkynið sem eina heild, eina fjölskyldu þar sem hverjum einstaklingi ber sami réttur til lífsgæða, hvar sem hann er i heiminn borinn. Ef við skoðum heimsástandið af slíkum sjónarhóli blasir við okkur svívirði- legt óréttlæti. Evrópa og Norður-Ameríka, þar sem tæpur þriðjungur jarðarbúa lifir, hafa sölsað til sín næstum óskoruð völd yfir fjölskyldu manna. Og völd sín hafa þau tryggt með því að safna innan sinna marka megninu af því sem til er af verksmiðjum, skólum og vopnum — og þar með valdi og kunnáttu til að geta stjórnað dreifingu lífsgæðanna í eigin þágu. Hinn hluti heimsins, Afríka, Suður-Ameríka og mestur hluti Asíu, sveltur en er þó nauðbeygður til að fela riku löndunum yfirráð auðlinda sinna og vinnuafls. Það er torvelt að koma auga á nokkurt rökrænt samhengi í þessari skipan. Varla á hún sér hugmyndafræðilegar rætur: Meðal hinna voldugu og ríku finnum við hin kommúnísku Sovétríki og hin kapítalísku Bandaríki og bæði sósíalísk og kapítalísk Evrópulönd. Hún virðist heldur ekki ákvarðast af kyn- þáttum eða landfræðilegum aðstæðum: Meðal Asíubúa finnum við bæði Japan og sum fátækustu ríki heims. Náttúrleg auðæfi skipta heldur ekki meginmáli: Fátækar þjóðir Rómönsku Ameríku láta i té 40% alls silfurs sem unnið er i heiminum, um 40% alls sykurs, 55% af öllu kaffi sem drukkið er og meira en helming þeirra banana sem neytt er árlega. Afríka er sú heimsálfa þar sem náttúruauðlindir eru mestar. Hvers vegna er þá neyðin stærst einmitt meðal þessara þjóða? Ástæðan er þessi: Þeir sem einu sinni hrifsuðu til sín völdin hafa séð um að viðhalda óbreyttu ástandi til að hindra jafna dreifmgu lífsgæðanna. En samtimis eiga riku löndin við mikil ofneysluvandamál að glima sem hljóta að verða afdrifarik. Við byggjum sem sagt heim sem er tvískiptur. Annan hlutann skortir allt, bæði mat, klæði og húsaskjól. Hinn hlutinn er þrúgaður af ofneyslu, þvi hann hefur ofmikið. Væri ekki eðlileg lausn að dreifa lífsgæðunum? Minnka neysluna i riku löndunum í þágu fátækra þjóða? Þessi lausn virðist svo sjálfsögð að torvelt er að skilja hvers vegna hún hefur ekki þegar verið framkvæmd. Ástæðan er auðvitað sú að við, sem erum betur sett, erum ófær um að breyta lifnaðarháttum okkar og þar með þeim þjóðfélagsgerðum sem við búum við. Þrátt fyrir öll vandamálin njótum við forréttinda sem við vildum ógjarnan sjá af. Stærstu vandamál fjölskyldu manna tilheyra þegar allt kemur til alls ekki okkar heims- hluta heldur þriðja og fjórða heiminum. Einstakt mengunartilfelli verður hjóm eitt í samanburði við hungurdauða lítils barns. En við höfum neitað að horfast í augu við yfirþyrmandi vandamál hinna, þeirra sem byggja þróunarríkin. Því 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.