Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 33
Samhjálp eða stríð?
Sameinuðu þjóðunum ætti að fela þá miklu ábyrgð að kanna, skipuleggja og
dreifa þessu fjármagni. Samfélag þjóðanna ætti sjálft að stjórna þessum sjóðum,
og þar ættu allir að njóta fyllsta jafnréttis, hvort sem um er að ræða gefendur eða
þiggjendur, án nokkurra pólitískra skilyrða og án þess að stærð framlagsins
skipti nokkru máli varðandi vægi atkvæðis við ákvarðanatöku um það hvenær
og hverjum skuli veitt lán.
Framlögin ber vissulega að meta til peninga, en þau þurfa þó ekki að vera
reidd fram í beinhörðum peningum. Þau gætu einnig verið fólgin í tækjabún-
aði, áburði, hráefnum, eldsneyti og fullbúnum verksmiðjum sem metin yrðu í
samræmi við alþjóðlegt viðskiptagildi. Þá gætu framlögin einnig verið fólgin í
starfi og þjálfun tæknilegs starfsliðs.
Virðulegi forseti og þingfulltrúar: ég er viss um að ef framkvæmdastjóri SÞ
og forseti allsherjarþingsins — með þeim bakstuðningi sem felst í orðstir og
mikilvægi þessara samtaka, og einnig með stuðningi þróunarlandanna og sér-
sérstaklega 77 ríkja hópsins; ef þeir kölluðu saman þá ýmsu aðila sem ég hef
nefnt til þess að hefja viðræður, þar sem ekkert rúm yrði fyrir mótsagnir af
taginu „suður-norður“ eða „austur-vestur“, heldur tækju allir saman höndum
við sameiginlegt verkefni, sameiginlega skyldu og sameiginlega von, þá mundi
þessi hugmynd sem við nú leggjum fyrir allsherjarþingið ná fram að ganga með
góðum árangri.
Hér er um að ræða áætlun sem kæmi ekki aðeins þróunarlöndunum að gagni,
heldur öllum löndum.
Við byltingarmenn óttumst ekki átök eða baráttu. Við trúum á mátt sög-
unnar og fólksins. En það er skylda mín sem talsmanns og túlks þeirra tilfinn-
inga sem 95 þjóðir næra í brjósti að berjast fyrir samstarfi þjóðanna. Ef þetta
samstarf kemst á og fer fram á nýjum og réttlátum grundvelli mun það verða
öllum löndum heims til góðs. Einkum og sér í lagi mun þetta samstarf stuðla að
friði í heiminum.
Ef litið er til skamms tíma geta slík þróunarframlög litið út fyrir að vera
fórnarstarf, jafnvel gj^fir sem ekki verði að neinu leyti endurgoldnar. En af þeim
gífurlega stóra hlutá heims sem nú býr við vanþróun, er sviptur kaupmætti og
býr við afskaplega takmarkaða neyslugetu, mun spretta flóð neytenda og fram-
leiðenda svo hundruðum miljóna skiptir, og það eitt getur hleypt nýju blóði í
efnahagslíf heimsins, og þá einnig í efnahagslíf þeirra þróuðu landa sem nú eiga
sök á og þjást af efnahagskreppunni.
Saga alþjóðlegra viðskipta hefur sýnt, að þróun er mestur lífgjafi viðskipta.
Mestöll viðskipti í heiminum nú á dögum eiga sér stað milli iðnvæddra ríkja.
23