Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 48
Þröstur Ólafsson Alþjóðlegar efnahagshorfur og þriðji heimurinn Út frá sjónarmiði hagsögunnar stöndum við á tímamótum í efnahagsþróun heimsins. í fullar tvær aldir höfum við búið við efnahagsskilyrði sem urðu til í iðnbyltingunni miklu, sem hófst á Englandi um 1750 en á meginlandi Evrópu liðlega sextíu árum síðar. Þetta tímaskeið hagsögunnar er af sumum nefnt Umskiptaskeiðið mikla og þeir sömu telja að því muni ljúka eftir eina til tvær aldir. Þá verði heimurinn „aftur“ kominn í efnahagslegt jafnvægi, sem fór úr skorðum með iðnbyltingunni, og nýtt hagsögulegt tímaskeið muni þá taka við. Þá verði þrotin öll þau hráefni sem hefðbundinn iðnaður byggir framleiðslu sína á og sjálfvirkni orðinn ríkjandi þáttur í framleiðslunni. En innan þessa fjögur hundruð ára langa umskiptaskeiðs eru nokkrir smærri áfangar. Við stöndum nú á mörkum tveggja, eins og síðar verður rakið. Það tók Evrópu u. þ. b. fimm hundruð ár að búa sig undir iðnbyltinguna. Samfelld og á vissan hátt markviss þróun í landbúnaði og verslun ásamt nauðsynlegum pólitískum breytingum voru forsenda þess að iðnbyltingin, sem varð að hagkerfi sem við köllum kapítalisma, gat beygt heiminn undir lögmál sín. Miklu bleki hefur verið eytt í að færa rök fyrir því af hverju iðnbyltingin átti sér stað í Evrópu en ekki einhvers staðar annars staðar s. s. í Kina eða Afríku. Til viðbótar þeirri þróun í landbúnaði og verslun, sem átti sér stað í Evrópu allt frá upphafi þrettándu aldar, þarf að bæta við landafundunum og þeirri byltingu í utanríkisverslun sem þeir ollu, en auk þess siðfræði kristinnar trúar — ekki síst mótmælenda. Þessi atriði eru mikilvæg vegna þess sem á eftir kemur, því sumir álíta vöntun á þessum ökonómísku forsendum eina meginorsök vanþróunar annara heims- hluta. Afleiðingar iðnbyltingarinnar á þjóðir heims hafa verið meiri og djúptækari en nokkurs annars sögulegs atburðar, ef svo má að orði komast. Kjarni iðn- 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.