Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 49
Alpjóðlegar efnahagshorfur og priðji heimurinn bylnngarinnar, véltæknin og samhæfing þjóðlegra markmiða, setti mark sitt á öll svið mannlegs lífs, opinbert líf og einkalíf, andlegt og veraldlegt, utan lands sem innan. Pólitískar afleiðingar hennar urðu sist minni. Oll heimsbyggðin var njörvuð við Evrópu með böndum nýlendna og utanríkisverslunar. Evrópsk stjórnmál, hugsunarháttur og hagfræði urðu að mælistiku og viðmiðun allra hluta. Ba^ii hinn kommúníski heimur sem og þriðji heimurinn eru ýmist skilgetin afleiðing iðnbyltingarinnar eða hafa mótast verulega af henni. Efnahagslegur og félagslegur ávinningur iðnbyltingarinnar er yfir allan efa hafinn, en há og reisuleg mannvirki varpa frá sér stórum skuggum. Einn stærsti skugginn er nýlendukúgun og arðrán þriðja heimsins. En höldum okkur við hagsöguna enn um sinn. Menn hafa oft leikið sér að því að búta söguna niður í tímabil og timabilum í skeið. Einn möguleikinn er að skipta efnahagslegri þróunargöngu niður i samræmi við tímaröð framleiðslu- ferilsins. I grófum dráttum fylgir sú niðurröðun efdrtalinni framleiðsluröð: frumvinnsla, úrvinnsla, dreifing og þjónusta. Fyrsta tímabilið er langlengst. Það nær allt frá upphafi fastrar búsetu og skipulags landbúnaðar fram til iðnbyltingarinnar. Mannleg viðleitni miðast við að ná tökum á náttúrunni og sveigja hana undir vilja sinn. Aðalatvinnuvegir voru landbúnaður, skógarhögg, námagröftur og fiskveiðar. Landkönnun og landa- fundir setja mark sitt á framvindu þessa tímabils. Gildismatið var spákennd umhyggja sem hafði að geyma vangaveltur um Guð og tilveruna. Baksviðið er stéttarþjóðfélag þræla, ánauðugra bænda og leiguliða. Næsta tímabil einkennist af tilraunum mannsins til að ná tökurn á efninu og efnisheiminum. Þetta er tíminn sem hefst með iðnbyltingunni. Mannskepnan hefur þá kortlagt allan heiminn og náð miklum tökum á náttúrunni. Efnisúr- vinnsla, öðru nafni iðnaður og byggingarstarfsemi, eru aðalatvinnuvegirnir. Gildismatið er efnishyggja og skynsemishyggja ásamt nokkuð einhliða fram- faradýrkun. Baksviðið er stéttarbarátta verkalýðs hins iðnvædda samfélags, styrking þjóðríkisins og fyrstu tilraunir til að koma á fót sósíalískum samfé- lögum. Þetta eru okkar tímar, tímar sem virðast vera að renna skeið sitt á enda. Hér eru þau tímamót sem getið var í upphafi. Hið hefðbundna vestræna iðnaðarsamfélag er að þróast yfir í eins konar æðra iðnaðarsamfélag þar sem bæði frumframleiðsla og úrvinnsla hafa vikið fyrir margþættri þjónustu, s. s. margs konar skriffinnsku, fjölþættum samgöngum, alls konar menntun, stjórnun, auglýsingastarfsemi, fjarskiptum, verslun og vaxandi opinberri stjórnsýslu. Á þessu tímabili verður háð barátta mannsins við stjórnkerfi og stofnanir samfélagsins. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.