Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 50
Tímarit Máls og menningar Baksviðið verður ný tegund stéttarbaráttu þar sem fólkið (ekki bara hefðbund- inn verkalýður) krefst beinnar aðildar að stofnunum og stjórnun þeirra. Hag- vöxtur mun fara minnkandi og um leið aukast átökin um stjórnun kerfisins. Þær stofnanir sem mikilvægastar eru í alþjóðlegu samhengi eru þjóðríkið og fjölþjóðlegir auðhringar, það fyrrnefnda á sviði stjórnmála en það síðara á sviði efnahagsmála. Það sem þó mun skipta sköpum í mótun framtíðarinnar eru afleiðingar hinnar alþjóðlegu samtengingar efnahagsþróunar auðvaldsheimsins síðustu fimmtiu ára, en þó einkum áranna eftir seinni heimsstyrjöld. Blysberar þessarar samtengingar eru fjölþjóðafyrirtækin. I ljósi þeirra yfirborðskenndu og grófu alhæfinga á ferli efnahagsþróunar, sem gefin var hér að framan, munum við reyna að ákvarða stöðu okkar nú og hverjar horfurnar séu. Afdrif þriðja heimsins svokallaða skipta þar mestu máli og umfram allt hvernig honum tekst að takast á við vandamál sín, en þó framar öðru að þróa efnahagslíf sitt. Bæði nýlendur og síðan þriðji heimurinn voru og hafa verið einhliða háð hinum vestrænu iðnríkjum og arðráni þeirra. Sú framtíðarsýn sem ýmsir aðilar, m. a. Sameinuðu þjóðirnar, hafa unnið að undanfarin ár gerir ráð fyrir þvi að nú stefni allt í þá átt að allir verði öllum háðir. I stað þess að sá ríki haldi korða að barka fátæka mannsins laumi nú sá síðast nefndi skammbyssu undir bringspalirnar á þeim fyrrnefnda og haldi honum í skefjum. Það mun hafa verið einhvern tíma seint á sjötta áratugnum sem hugtakið þriðji heimurinn skaut upp kollinum. Þótt orðið leiði hugann að fátækt og kúgun, þá er geysimikill munur á löndum þriðja heimsins, hvort sem er pólitískt eða efnahagslega. Almennt séð er þetta hugtak notað yfir þjóðir Rónönsku Ameríku, Afríku og Asíu, sem eru alls milli níutíu og hundrað talsins. Að undanskildum þjóðum Rómönsku Ameríku, sem fengu sjálfstæði sitt frá Spánverjum snemma á nítjándu öld, hafa flestar þessara þjóða öðlast sjálfstæði sitt á síðustu 25 árum. Sumar búa við einræði, aðrar lýðræði, sumar við kúgun, aðrar við frelsi. Svipuðu máli gegnir um efnahagsafkomuna. Þarna eru sárfá- tækar þjóðir eins og Chad, Burma og Haiti, en einnig ríki eins og Libya, Mexico og Saudi-Arabía með fimmtán til tuttugu sinnum hærri meðaltekjur en þær fyrrnefndu. Þarna eru ríki sem skipuleggja efnahagsmál sín eftir sósíalískum forskriftum, önnur sem taka mið af kapítalískum markaðsbúskap og enn önnur sem liggja einhvers staðar þarna mitt á milli. Sum þessara ríkja hafa hreinlega selt sig erlendum auðhringum, önnur 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.